Heiðursmerki Fálkaorðunnar og Stórriddarakrossur fyrir hvað ?

Mér hefur alltaf funndist þessar orðuveitingar foseta Islands,samkvæmt tillögum orðunefndar vera hálf uppskapningslega athöfn,þar sem nær einungis er verið að heiðra þekkta aðila í þjóðfélaginu,en hinn þögli hópur,sem hefur unnið oft stærstu hetjudáðir þessarar þjóðar,þeirra er hvergi minnst.

Hvað ætli að oft sé búið að heiðra hina og þessa embættismenn,forustumenn félagasamtaka,stéttarsamtaka,atvinnurekendur,listamenn.ofl,.Ég vil að þessi heiðurmerki séu fyrst og fremt veitt þeim,sem hafa verið meiriháttar frumkvöðlar að nýsköpun og markaðsmálumí  nýrra atvinnugreina,unnið frækileg björgunarstörf,uppfinningamenn,skipuleggjendur á sviði náttúru - og umhverfismála,læknar og hjúkrunarfólk, fræðimenn og frumkvöðlar á menningar - og menntamálasviði og reyndar allir  hvar sem í stétt og stöðu  þeir standa,sem hafa unnið þjóð sinni mikið gagn á vegferð hennar til góðra lífskjara.Hvað ætli margir sjómenn og verkamenn,þeir sem þyngstar byrðar bera í þjóðfélaginu hafi hlotið marga heiðurpeninga úr hendi forsetans?

Það er ekki menningalegt þjóðfélag sem útdeilir heiðursmerkjum sínum með þessum hætti.Það eru ekki háar hugsjónir eða vísindalegar yfirveganir ,sem yfir höfuð ráða niðurstöðum  á þessum úthlutunum.Í núverandi formi vil ég að þessum orðuveitingum sé hætt,þær eru oftast  ekki viðtakendum til neinnar  sæmdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband