Samfylkingin stóreykur fylgi sitt í Reykjavík - Sjálfstæðisfl.tapar miklu fylgi.

Samk. nýrri könnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík fengi Samfylkingin 47,1 % og 7 menn kjörna,Sjálfstæðisfl.30,1 % og fimm menn,VG 18,9 % og 3 menn kjörna,Framsóknarfl.og Frjálslyndir enga menn kjörna.

Samfylkinguna vantar sáralítið upp á til að fá hreinan meirihluta.Það er ljóst,að sú óeining og vitleysisgangur,sem ríkt hefur hjá borgarmeirihluta Sjálfstæðisfl.og Frjálslyndra er farið að mylja alvarlega undan þeim.Verst er þó  fyrir Sjálfstæðisfl.,að enginn veit hver tekur við sem borgarstjóri þegar Ólafur hættir .Þessi fíflhyggja flokksins er eins og illkynjað mein,sem engin veit hvernig á að lækna.Það virðist sem formaður Sjálfstæðisfl.hafi enginn tök á að leysa þá höfuðlausu  sköpun,sem ríkir nú hjá flokksbræðrum hans í borginni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband