Leita þarf til meðferðastofnana til að vista fanga - 142 fangar bíða afplánunar.

170 brotamenn biðu fangavistar vegna plássleysis í fangelsum fyrir mánuði síðan.Nú er rætt um að a.m.k.helmingur þeirra gæti sótt um samfélagsþjónustu í stað fangelisrefsingar.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða skilyrði fangar þurfa að uppfylla til að njóta samfélagsþjónustu og hvernig sérfræðingaáliti verður háttað.Þetta hefur verið reynt undanfarin ár í nokkrum mæli,en  ágreiningur er um hvernig hefur tiltekist.Svo geta menn líka velt fyrir sér hvort slíkir verustaðir samræmist þeim skilyrðum ,sem refsingar eru grunvllaðar á samk.hegingarlögum.Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á  samveru fanga og þeirra sem njóta samfélagsþjónustu,en tel að þessi mál þurfi að fá frekari rannsóknir en nú er,en láta ekki fjárskort fangelsismála ráða ferðinni eins og verið hefur undanfarin ár.Það er til háborinnar skammar,að ekki skuli hafa verið byggt fullkomið deildarsskipt fangelsi,en um það hefur verið rætt a.m.k.í hálfa öld ,allt frá því Ólafur Jóhannesson,var dómsmálaráðhr.

Við Íslendingar verðum sem lýðræðis - og menningaþjóð að endurskoða afstöðu okkar til fangelismála almennt.Við eigim að líta á  fangelsin sem deildarskiptar meðferðarstofnanir,þar sem fangarnir eigi rétt á sálfræðilegri meðferð,menntun og störfum við sitt hæfi.Verum þess minnug,að sárustu sorgirnar eru þær ,sem við höfum valdið okkur sjálfir.Hvergi birtast manni þessi sannyndi  skýrar en innan fangelsismúranna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband