Vinna meira - meira -meira sagði forsætisráðhr.Draga saman - draga saman sagði seðlabankastjóri.

Hér eru tveir ráðamestu menn þjóðarinnar að lýsa sjónarmiðum sínum í aðgerðum efnahagsmála á Íslandi.Við vissum reyndar fyrirfram að þessir menn virðast hafa afar takmarkaða þekkingu á  efnahagsmálum,en að þeir væru svo   ósamstíga  um efnahagsstefnuna hefur tæpast nokkur séð fyrir.

Hér er um að ræða  aðgerðir gegn verðbólgunni,okurvöxtunum og myntinni.Vinna meira - meira - meira sagði forsætisráðhr.í þinginu.Draga saman - draga saman segir seðlabankastj. um leið og hann tilkynnir óbreytta stýrivexti Seðlabankans.Allir fjármálasérfræðingar og atvinnurekendur telja stýrivextna alltof háa  og beinlínis verðbólguhvetjandi,enda eru þeir um þrefalt hærri en hjá ESB ríkjum,en verðbólgan hér er reynar lika margfalt hærri.

Rétt er þó að vekja athygli á því að þessi orð forsætisráðhr.eru þau fyrstu sem hann viðhefur um verðbólguna " vinna meira - meira - meira "  það er ekki svo lítið.Þessi opinberun Davíðs og Geirs í efnahgsmálum sýnir vanhæfni þeirra í þessum embættum og er þá vægt til orða tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband