Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Hvað er framundan ?

Nú eru landsmenn hættir að horfa upp til forsætisráðhr.þaðan koma alls engar tillögur um úrlausnir í efnahagsmálum.Hann á ekkert innlegg til úrlausnar  í verðbólgu og vaxtamálum,hann er fastofinn sinni eigin sérhyggju að skaða ekki banka - og eignamenn í landinu.

Nú vilja landsmenn fá Ingibjörgu heim og hún taki við forustunni í efnahagsmálum.Menn trúa ennþá, frá því hún var borgarstjóri,að hún búi yfir þeim hæfileikum og kjarki sem til þarf að draga þjóðina upp úr íhaldsfeninu.

Það þarf að kanna strax hvort meirihluti sé á þinginu fyrir  að fara í viðræður við ESB og sjá hvað í boði er.Þá verður líka að kanna strax hvort ESB heimili okkur að taka upp evru meðan viðræður fari fram við bandalagið.Aðgerðaráætlun um efnahagsmál verður að koma nú frá ríkisstjórninni og hún hafi forgang á komandi þingi.Ætli Samfylkingin að standa undir nafni verða ráðhr.og þingflokkurinn að taka  forustuna og spyrna við fótum áður en allt fer hérna á hvolf.

Nú verður ríkisstjórnin að hafa forgang um,að allir helstu aðilar sem ráða mestu um verðlagsmál á 'islandi taki saman höndum að koma böndum á verðbólguna og okurvextina.Hér er náttúrlega átt við ríkið, bankana,olíufélögin,verslanir,flutningsaðila og alls konar þjónustuaðila,sem hafa hækkað allt verð í kjölfar veikingu krónunnar og hækkun eldsneytis o.fl.Við verðum að finna til samkendar og hjálpa hvor öðrum út úr þessu stjórnleysi.Kannski væri best í stöðunni að setja  hér á ný  sterkan ríkisbanka   með evru mynt,sem jafnframt tæki við hlutverki íbúðarlánasjóðs og Seðlabankans,sem yrði lagður niður.Þessi banki væri með hliðstæða vexti og eru í ESB ríkjum,sem myndi þá lækka okurvexti hinna bankana jafnframt,en  engin samkeppni hefur verið milli þeirra eins og kunnugt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband