Seðlabankastj.láti af störfum - þurfum hemil á græðgi peningavaldsins.

Hver skyldi nú hafa ýtt úr vör frjálshyggjunni á sínum tíma, með því að gefa flokksbræðrum og vinum nánast bankana með aðstoð forustumanna Framsóknarfl.Hver stóð við hlið Kára Stefánssonar  þegar hann seldi óskráð bréf í Decode fyrir miljarða króna,sem leiddi síðan  til gýfurlegs tjóns fyrir kaupendur bréfanna þegar þau urðu nánast verðlaus.Sá maður var Davíð Oddsson og hann útvegaði Kára einnig 20 miljarða lánsheimild úr ríkissjóði,sem var þó aldrei nýtt.

Útrásin gekk í fyrstu vel,en síðan fór allt úr böndum þegar ódýr erlend lán buðust.Ungir og framgjarnir menn fjárfestu í fyrirtækjum víðsvegar um Evrópu og urðu á nokkrum árum með tífalt meiri veltu en ríkissjóður.Hér verður ekki lýst þeim aðferðum sem viðhöfð voru í þessum erlendu viðskiptum útrásarmannanna,það verður upplýst síðar þegar heildarrannsókn og úttekt verður gerð á meintum og siðlausum viðskiptaháttum þessara aðila. Þjóðin var á sinum tíma stolt af hinum  nýríku ísl.víkingum,en nú fær þjóðin fljótlega  að sjá alla hina fleti teningsins,þá mun stolt útrásarmanna breytast í mikla heift þjóðfélagsins,sem stjórmálamenn frjálshyggjunnar geta ekki fyrt sig ábyrgð.Upp úr frjálshyggjunni óx græðgin,sem varð af illkynjuðu meini,sem við verðum næstu árin að kljást við.

Fyrir nokkrum árum fór að bera á mikilli skuldsetningu þessa fyrirtækja  og sýnilegt að græðgin sat í fyrirrúmi.Nú situr Davíð Oddsson frammi fyrir því,að allir bankarnir eru fjárvana og komnir að gjaldþroti,sama gildir um fjölda stórfyrirtækja,sem fengu lán hjá þessum bönkum.Davíð reyndi að vísu að vara við ofþenslu bankanna,en það var um seinan græðgin hafi hertekið svo útrásarmennina,að ekkert gat stöðvað þá nema gjaldþrot.Nú stendur Davíð aðndspænis því,að bankarnir ,sem vinir hans fengu nánast gefins á sínum tíma,berja nú dyra hjá ríkisstjórninni og Seðlabankanum og biðja um  fjárhagslega aðstoð.

Það er ljóst að frjálshyggjan,sem Davíð ásamt vinum sínum ýtti úr vör hefur lokið sinni siglingu með algjöru skipsbroti. Verst af öllu er að í fallinu hafa þúsundir manna misst mikla fjármuni og orðið gjaldþrota.Í viðtalinu við Davíð í kvöld í sjónvarpinu var öllum öðrum en honum um að kenna hvernig komið var í efnahgsmálum,verðbólgan og okurvextirnir voru honum einnig óviðkomandi.Þá kom fram lítilsvirðing hans m.a.á þeim tryggingum sem Glitnir bauð Seðlabankanum voru einhver ástarbréf.

Það er augljóst að Davíð treystir nú sem fyrr á að skammtíma mynni fólks sé skammvint og hægt sé að fara á einhverju hundavaði yfir þessi  fortíðarmál.Ósannar staðhæfingar hans og rangar skilgreiningar eru aðeins vegvísir á eitt,að hann hætti strax með Seðlabankastjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband