Allsherjar rannsókn fari fram á starfsemi bankanna þ.m Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Erlendir sérfræðingar ásamt okkar færustu sérfræðingingum á sviði fjármála - og bankareksturs verði strax fengnir til að rannsaka alla innlenda og erlenda fjármálastarfsemi ísl.banka og fyrirtækja.Hér er um að ræða gýfurlega hagsmuni allrar þjóðarinnar.Stjórnvöld hafa ekki einu sinni  haldið uppi neinum vörnum fyrir land þjóð í erlendum fjölmiðlum,annar eins aumingjaháttur og vesaldómur.Það er eins og stjórnvöld séu með þögninni að játa sig seka.

Eitt er þó gott,að við erum lausir við þessar svartklæddu fíkúrur,sem voru að selja verðbréf út um allt.Þeir vonandi heyra sögunni til.

Hvernig var störfum fjármálaeftirlitsins háttað,komu engar aðvaranir frá þeim um hina miklu skuldsetningu Ísl.fyrirtækjanna erlendis?Laun starfsmann eftirlitsins eru greitt af bönkum og fyrirtækjum,kannski ekki að vænta miklis árangurs við þau skilyrði.

Flestir hafa sjálfsagt haldið  eftir að ríkið seldi bankana þá fylgdi þeim engin ríkisábyrgð nema af sparifé fólks hér innanlands.Nú kemur í ljós,að við verðum að greiða bæði í Bretlandi og Hollandi  hundruð miljarða til sparifáreigenda í þessum löndum.Hvað er framundan,eigum við ekki að frysta eignir hinna meintu brotamann og reyna að koma þeim í verð.Þá tel ég nauðsynlegt,að öll stjórnsýsla ísl.ríkisins verði endurskoðuð.Þessi fjármálaóreiða og fyrirgreiðsla teigir sig langt inn í raðir stjórnsýslu ríkisins.Það þýðir lítið fyrir stjórnmálamenn að tala um einingaranda og samúðarhug þegar á móti blæs,þjóðin treystir þeim ekki lengur.Græðgin rótfestist í frjálshyggunni og fólk um víða veröld lá hundflatt fyrir þessum áróðri.Vonandi á þessi djúpa heimskreppa eftir að umbreyta efnahafslegum grundvallaratriðum hagfræðinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband