Öll innlend og erlend íbúðarlán verða færð í íbúðarlánasjóð - verðtrygging verði afnumin.

Erlendu myntkörfulánin verður breytt í venjuleg íslensk verðtryggð lán og verða yfirtekin á svipuðu gengi og þau voru tekin i upphafi.Það eru góð tíðindi að færa öll lánin í Íbúðalánasjóð og allir sitji við sama borð varðandi vexti.Hins vegar ætti frá sama tíma að taka verðtrygginguna af lánunum a.m.k.tímabundið þar til verðbólgan verður komin niður í 2,5 %.

Stéttarfélögin sem vilja viðhalda verðtryggingunni til að efla lífeyrissjóðina verða að forða lántakendum íbúðarlána frá gjaldþrotum með aðstoð ríkissjóðs.Við verðum öll að leggjast á eitt,að berjast gegn atvinnuleysi og landflótta.Undanfarnar ríkisstjórnir hafa nánast ekkert sinnt þessum málum,sem eru þó undirstaða lífsafkomu þorra heimila í landinu.

Vandræðagangur og úrræðaleysi ríkisstjórna hefur verið eins og  illkynjað mein,sem engin hefur viljað lækna.Það er auðveldara að vera kjáni en vitmaður og réttlæta þannig stöðugt afglapaverkin.Þannig er þetta samt með langflestsa íslenska stjórnmálamenn, framkvæmdaleysi og sljóleiki heltekur menn á þingi.Þetta er ljót lýsing á löggjafarþinginu,en þannig stendur hún í mínum huga meðan allir veigamestu stjórnsýsluhættir þjóðarinnar eru  lamaðir í einhverju pólutísku Dauðahafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Mæltu heilastur með þetta Kristján en því miður held ég að peningavaldið samþykki þetta seint eða verkalýðshreifingin sem ég reyndar á afskaplega bágt með að skilja hvers vegna setur sig á móti afnámi verðtryggingarinnar. Maður spyr sig. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 8.1.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband