Birtar verði strax niðurstöður úr rannsóknarskýrslum FME v/bankahrunsins.

Forsætisráðhr.sagði að öllum steinum yrði velt og niðurstöður frá endurskoðunarfyrirtækjum á aðdraganda bankahrunsins birtar.Enginn úrdráttur hefur berið birtur ennþá og allir steinar á sínum stað.Þjóðin hefur verið svikin um gagnsæi rannsóknarinnar og niðurstöður.

Svona viðbrögð forsætis - og viðskiptaráðhr.kalla á harðari mótmælaaðgerðir almennings,sem gætu leitt til ákveðinna tegunda uppreisnar,sem lögreglan er ekki fær um að stöðva.Bara" innvígðir " íhaldsleppar fá að vita hvað hefur skeð og hvað er í farvatninu.Almenningi sem er ætlað að borga brúsann fær ekkert að vita hvað honum verður gert að greiða.

Þjóðin gerir kröfu um að allur meintur þjófnaður og fjársvikamál verði opinberaður og auðmenn Íslands greiði strax skuldir sínar til þjóðarinnar.Ekkert verði undan dregið.Þá þarf einnig að upplýsa sannleiksgildi sagna um svonefnd " mútulán "banka til ýmissa stjórnmála - og fjársýslumanna á vildar lánakjörum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  • Forsætisráðhr.sagði að öllum steinum yrði velt og niðurstöður frá endurskoðunarfyrirtækjum á aðdraganda bankahrunsins birtar.Enginn úrdráttur hefur berið birtur ennþá og allir steinar á sínum stað.Þjóðin hefur verið svikin um gagnsæi rannsóknarinnar og niðurstöður.

Ég held að þau hafi byrjað að velta steinum við, fundið eitt og annað sem ekki þoldi dagsljósið. Þess vegna er tónninn gjörbreyttur frá því í haust. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og eflaust mikið grugg með því. Þau sáu líka til þess að "valinn maður" væri á hverjum stað, sumir þeirra eru búnir að sinna sínu verki, aðrir eru enn að.

Þó að ég sé ekki þjóðin þá tek ég undir kröfuna um að auðmenn borgi skuldirnar. Smjörklípan sem einn þeirra lét af hendi rakna um daginn er dropi í hafið og bara gert til að sýnast. Ef þessir 30 auðmenn sem oft eru nefndir borguðu sömu upphæð, væri samanlagt púkk þeirra nálægt 10 miljörðum. Í þessu samhengi eru 10 miljarðar líka dropi í hafið þegar heildarfjárlög íslenska ríkisins eru um 300 miljarðar á ári.

Kolla (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér Kolla fyrir ágætt innlegg í umræðuna.Ég var að koma af fundinum á Austurvelli.Þar voru milli 3 og 4 þúsund manns,en lögreglan taldi þá vera um 1500.Ég taldi að lögreglan ætti samk.starfi sínu að skýra rétt frá staðreyndum,sama gildir um ríkisútvarpið.Það virðist ljóst hverjum þeir eru að þjóna.

Kristján Pétursson, 10.1.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband