Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Þingmenn og ráðhr.hafa fengið á annan miljarð v/eftirlaunafrumvarpsins síðan 2003.

Nú þegar verið að rífa málið upp þá er það Samfylkingin sem það gerir.Valgerður Bjarnadóttir lagði nýlega fram frumvarp  um að eftirlaunafrumvarið yrði afnumið og nú hefur Ingibjörg Sólrún lagt til að í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar að það verði afgreitt áður en þingið fer í sumarleyfi.

Ekki heyrist neitt  marktækt frá stjórnarandstöðufl.í þessu máli,nema hvað þeir reyna að gera gys að Ingibjörgu.Þá er öllum kunnugt eineltið sem Stöð 2 hefur haldið uppi gangvart Ingibjörgu í fleiri vikur út af þessu máli.Það á að þakka Ingibjörgu og Valgerði fyrir að taka málið upp í þinginu,þær sýna í verki að Samfylkingin vill afnema þetta dæmalausa óréttlæti,sem var þingheimi til háborinnar skammar og mæltis eðlilega mjög illa fyrir hjá aðilum vinnumarkaðarins á sínum tíma.Rétt er þó að geta þess að Samfylkingin að einum þingmanni undanskilið og VG samþykktu ekki fraumvarpið í meðferð þingsins.Það kann þó ekki góðri lukku að stýra þegar sjálft alþingi skapar svona fordæmi fyrir sjálft sig og æðstu embættismenn þjóðarinnar.Það er hörmulegt að heyra suma alþingismenn réttlæta svona afglapaverk.Það verður fróðlegt að sjá hvernig VG,Framsókn og Frjálslyndir koma að þessu máli.

164 þingmenn og ráðhr.fengu greitt á s.l.ári 250 mil.kr.í eftirlaun samk.umræddu eftirlaunafrumvarpi.Líklegt er að þessi hópur hafi frá 2003,er frumvarpið var samþykkt fengið greitt á annan miljarð kr.


Alþingi Íslendinga álykti að hvalveiðum verði hætt.

Hópur þingmanna í  fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram ályktunartillögu að hvalveiðum  þar verði hætt bæði vísinda - og atvinnuveiðum.

Íslendingar ættu að banna hvalveiðar af tveimur megin ástæðum.Enginn markaður er fyrir hvalkjöt lengur og mjög vaxandi hvalaskoðun er orðinn vænlegur atvinnuvegur víðsvegar kringum landið,sem skapar þúsundum Íslendinga atvinnu og miljarða tekjur. 

Hvalveiðar eru eins og kunnugt er illa séðar af miljónum manna um víða veröld.Þær verka afar sterkt á tilfinningalíf fólks,sem telur hvalina stærstu dýr veraldar vera tign hafanna, skynsöm og hæfileikarík dýr með sterka sköpun.Þegar ég var til sjós,sem var reyndar ekki lengi,fann ég sterka kennd með þessum tilkomumiklu dýrum.Hvalverkunarstöðin í Hvalfirði var ekki stoppistöð mín á ferðum þar framhjá.  


Leita þarf til meðferðastofnana til að vista fanga - 142 fangar bíða afplánunar.

170 brotamenn biðu fangavistar vegna plássleysis í fangelsum fyrir mánuði síðan.Nú er rætt um að a.m.k.helmingur þeirra gæti sótt um samfélagsþjónustu í stað fangelisrefsingar.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða skilyrði fangar þurfa að uppfylla til að njóta samfélagsþjónustu og hvernig sérfræðingaáliti verður háttað.Þetta hefur verið reynt undanfarin ár í nokkrum mæli,en  ágreiningur er um hvernig hefur tiltekist.Svo geta menn líka velt fyrir sér hvort slíkir verustaðir samræmist þeim skilyrðum ,sem refsingar eru grunvllaðar á samk.hegingarlögum.Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á  samveru fanga og þeirra sem njóta samfélagsþjónustu,en tel að þessi mál þurfi að fá frekari rannsóknir en nú er,en láta ekki fjárskort fangelsismála ráða ferðinni eins og verið hefur undanfarin ár.Það er til háborinnar skammar,að ekki skuli hafa verið byggt fullkomið deildarsskipt fangelsi,en um það hefur verið rætt a.m.k.í hálfa öld ,allt frá því Ólafur Jóhannesson,var dómsmálaráðhr.

Við Íslendingar verðum sem lýðræðis - og menningaþjóð að endurskoða afstöðu okkar til fangelismála almennt.Við eigim að líta á  fangelsin sem deildarskiptar meðferðarstofnanir,þar sem fangarnir eigi rétt á sálfræðilegri meðferð,menntun og störfum við sitt hæfi.Verum þess minnug,að sárustu sorgirnar eru þær ,sem við höfum valdið okkur sjálfir.Hvergi birtast manni þessi sannyndi  skýrar en innan fangelsismúranna.  


Samfylkingin stóreykur fylgi sitt í Reykjavík - Sjálfstæðisfl.tapar miklu fylgi.

Samk. nýrri könnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík fengi Samfylkingin 47,1 % og 7 menn kjörna,Sjálfstæðisfl.30,1 % og fimm menn,VG 18,9 % og 3 menn kjörna,Framsóknarfl.og Frjálslyndir enga menn kjörna.

Samfylkinguna vantar sáralítið upp á til að fá hreinan meirihluta.Það er ljóst,að sú óeining og vitleysisgangur,sem ríkt hefur hjá borgarmeirihluta Sjálfstæðisfl.og Frjálslyndra er farið að mylja alvarlega undan þeim.Verst er þó  fyrir Sjálfstæðisfl.,að enginn veit hver tekur við sem borgarstjóri þegar Ólafur hættir .Þessi fíflhyggja flokksins er eins og illkynjað mein,sem engin veit hvernig á að lækna.Það virðist sem formaður Sjálfstæðisfl.hafi enginn tök á að leysa þá höfuðlausu  sköpun,sem ríkir nú hjá flokksbræðrum hans í borginni.  


Leita þarf til meðferðarstofnana til að vista fanga - 142 bíða afplánunar.

170 brotamenn biðu fangavistar vegna plássleysis í fangelsum fyrir mánuði síðan.Nú er rætt um að a.m.k.helmingur þeirra gæti sótt um samfélagsþjónustu í stað fangelisrefsingar.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða skilyrði fangar þurfa að uppfylla til að njóta samfélagsþjónustu og hvernig sérfræðingaáliti verður háttað.Þetta hefur verið reynt undanfarin ár í nokkrum mæli,en  ágreiningur er um hvernig hefur tiltekist.Svo geta menn líka velt fyrir sér hvort slíkir verustaðir samræmist þeim skilyrðum ,sem refsingar eru grunvllaðar á samk.hegingarlögum.Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á  samveru fanga og þeirra sem njóta samfélagsþjónustu,en tel að þessi mál þurfi að fá frekari rannsóknir en nú er,en láta ekki fjárskort fangelsismála ráða ferðinni eins og verið hefur undanfarin ár.Það er til háborinnar skammar,að ekki skuli hafa verið byggt fullkomið deildarsskipt fangelsi,en um það hefur verið rætt a.m.k.í hálfa öld ,allt frá því Ólafur Jóhannesson,var dómsmálaráðhr.

Við Íslendingar verðum sem lýðræðis - og menningaþjóð að endurskoða afstöðu okkar til fangelismála almennt.Við eigim að líta á  fangelsin sem deildarskiptar meðferðarstofnanir,þar sem fangarnir eigi rétt á sálfræðilegri meðferð,menntun og störfum við sitt hæfi.Verum þess minnug,að sárustu sorgirnar eru þær ,sem við höfum valdið okkur sjálfir.Hvergi birtast manni þessi sannyndi  skýrar en innan fangelsismúranna.  


Dýflissa Guðmundar í Byrginu í Hafnarfirði.

Morgunblaðið skýrir frá því,að fram hafi komið í framburði vitna,að Guðmundur í Byrginu hafi komið sér upp dýflissu í kjallara í Hafnarfirði.Þar hafi verið langborð með alls konar BDSM kynlífstækum.Þá hafi verið einnig plata á vegg með nöglum til að binda fólk við.Inn í þetta greni var gengið í gegnum skáp.

Ef allt sem skrifað hefur verið um þetta mál og komið fram í vitnisburði og rannsóknargögnum málsins verður að  telja að Guðmundur hafi sloppið vel með 3.ára fangelsisdóm.Líklegt verður að teljast að Hæstiréttur þyngi þennan dóm af framlögðum gögnum að dæma.


Eftirlaunafrumvarp alþingis verður afgreitt fljótlega ,segir Ingibjörg Sólrún.

Í kvöldfréttum kom fram að ríkisstjórnarfl.ætla að afgreiða frumvarpið innan tíðar og fella það úr gildi einnig  er til athugunar að efnema áunnin réttindi þeirra sem hafa fengið þau.

.Sjálfstæðisfl. er búinn að vera þungur í taumi í þessu máli,en nú hefur Ingibjörg loks tekist að ýta þeim úr vör.Vonandi hættir Stöð 2 fleiri vikna einelti sínu í þessu máli,þar hefur fréttastjórinn orðið sér og Stöðinni til skammar,eins og ég hef bloggað um nýlega.


Hver greiðir fyrir vikulegar myndbirtingar á Stöð 2 af Ingibjörgu Sólrúnu Gíslad.

Í fleiri vikur hafa þessar myndbirtingar borist án nokkurra skýringa fréttastjórans.Hér sjá allir að um er að ræða einstakt póitískt einelti,sem er áður óþekkt hér á landi.Vissulega lofaði Ingibjörg fyrir síðustu kosningar að svonefnt eftirlaunafrumvarp yrði tekið til meðferðar og afgreitt.Hins vegar hefur jafnframt komið í ljós að Sjálfstæðisfl.er með ákveðna tregðu í þessu máli eins og  kom í ljós í síðustu ríkisstjórn Sjálfstæðisfl.og Framsóknar.Fréttastjórinn ætti frekar að taka undir með Ingibjörgu og þrýsta á Sjálfstæðisfl.að ljúka þessu máli hið allra fyrsta.

Ég hef heyrt frá mörgum hlustendum hvar í flokki sem þeir standa,að þeir fordæma framkomu fréttastjórans.Varla getur svona framkoma verið Stöð 2 til framdráttar í áskriftum.Hlustendur velta líka fyrir sér hver greiði fyrir þessar birtingar og hver hafi hag af þeim.Vona að fréttastjóri þori að stíga fram og upplýsa málið.


Um 30.000 íbúðareigendur skulda umfram eignir , segir Seðlabankastjóri.

Seðlabankastjóri tilkynnti þetta í dag og sagði  að fjárhagsstaða þessa fólks væri slæm.Forsætisráðhr.sagði einnig í dag,að hann hefði varað fólk við miklum lántökum fyrir nokkru síðan.Þannig er aðkoma þessara manna að landmönnumi,sem eiga minna en ekki neitt.Engar tilkynningar um efnahagslegar aðgerðaráætlanir ríkisstjórnar né Seðlabanka í þessum málum.Reyndar kom fram að ríkisstjórnin  væri að efla Seðlabankann og auka lántraust bankana,svo þeir gætu á ný sinnt "  eðlilegri " lánastarfsemi.

Maður gæti haldið af þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar,að enn væri ríkisábyrgð á bönkunum.Svo er náttúrlega ekki.Þeir eiga að bera fulla ábyrgð á sínum rekstri,þjóðin á ekki að leggja krónu í ábyrgðir fyrir bankana,sem viðhafa í skjóli einkaaðstöðu sinnar hreina okurstarfsemi á sínum viðskipavinum,hæstu vextir og  verstu lánakjör í Evrópu.Nú horfa allir til , að hingað komi alvöru evrubanki,sem m.a.taki yfir öll íbúðar - og rekstrarlán,sem miðast við sömu lánakjör og gilda innan ESB.Samk.skoðunarkönnun nýlega vill mikill meirihluti þjóðarinnar að við hættum strax að nota hina handónýtu fljótandi  krónu  og sækjum um aðild að ESB.Þingflokkur Sjálfstæðisfl.er eins og kunnugt er mótfallin aðild að ESB og einnig VG.Rökstuðningur þeirra gegn aðild er orðinn að einhverri þráhyggju um að þjóðin missi sjálfstæði sitt.Væri líklegt að hart nær þrjátíu ríki Evrópu hefðu gengið í ESB ef þau væru að fórna sjálfstæði sínu ?


Stöð 2 misnotar aðstöðu sína - engin jafnræðisregla viðhöfð gagnvart utanríkisráðhr.

Eins og kunnugt er hefur Stöð 2 marg ítrekað sýnt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gíslad.utanríkisráðhr.þar sem  hún lofaði kjósendum fyrir síðustu kosningar að breyta svonefndum eftirlaunalögum.Er hugsanlegt að greitt sé fyrir svona myndbirtingar?

 Ég myndi að sjálfsögðu fagna svona framtaki fréttastofunnar ef allir ráðhr.ríkisstjórnarinnar sætu við sama borð og einnig formenn stjórnarandstöðunnar.Loforðalistar þeirra voru einnig umfangsmiklir og vörðuðu  tugmiljarða fjárframlög til ýmissa málaflokka.Mér finnst eðlilegt að Ingibjörgu sárni svona pólutískt einspil Stöðvarinnar.Ég hef fregnað að samstarfsfl.hennar í ríkisstjórn sé þungur í taumi og vilji ekki að málið hafi forgang. Í síðustu ríkisstjórn Sjálfstæði - og Framsóknarfl.kom Sjálfstæðisfl.í veg fyrir að eftirlaunalögunum væri breytt. Stöð 2 hefði mátt kynna sér þetta mál betur,áður en þeir settu Ingibjörgu á "höggstokkinn."

Mér finnst fréttastj.Stöðvarinnar  ekki  hafa viðhaft þá jafnréttisreglu eða siðferðiskennd ,sem honum ber í þessu máli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband