Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Sveigðu framhjá slösuðum manni á Vesturlandsvegi - Hvað veldur ?

Enn og aftur gerist það,að ekið er fram hjá slösuðum manni .Í þessu tilviki var um að ræða mann á áttræðisaldri,sem hafði  dottið á veginum rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú.Talið er að minnsta kosti fjórir ökumenn hafi ekið fram hjá gamla manninum liggjandi  á veginum,en hann hafði fengið mikinn höfuðáverka.

Hvað veldur þessum viðbröðgum ökumanna,er erfitt að meta,kannski hræðsla við að sjá ástand hins slasaða,sumir þola illa að sjá mikið blóðstreymi,enn aðrir vilja ekki blanda sér í það sem kann að gerast á slysavettvangi.Það er algengt að ökumenn tilkynni lögreglunni um slys,sem þeir hafa ekið fram hjá,en ekki skoðað neitt slysavettvang.Það er þó lögboðin skylda okkar allra að veita í slysatilfellum alla þá aðstoð ,sem okkur er möguleg,þar til lögregla og sjúkrabílar koma ástaðinn.Eftir að GSM símar urðu almenningseign er auðvelt að fá leiðbeiningar um fyrstu aðgerðir  á slysstað gegnum 112.

Versta sem þú gerir sjálfum þér,er að aka framhjá slösuðu fólki og vera síðan með eilífa sektakennd um að þú hefðir getað hjálað viðkomandi.Ef þú treystir ekki sjálfum þér að veita fyrstu aðstoð,stöðvaðu þá næstu bifr.og fáðu hjálp.Hver stund er dýrmæt við slíkar aðstæður.


Stórhættuleg Reykjanesbraut - Ökumenn gæti fyllstu varúðar.

Eins og kunnugt er varð verktakinn ,sem annaðist vegalögnina á Reykjanesbraut gjaldþrota og er viðskilnaður hans á vettvangi stórhættulegur ökumönnum.Á einum fjórum stöðum hafa verið settar múrsteinastýringar með stefnuljósum.Vegurinn í umræddum beygjum eru of þröngur og mjór og vitanlega ættu að vera aðvaranir á veginum við Ytri- Njarðvík,sem lýstu ástandi hans inn fyrir vegamótin við Voga.

 Í dimmviðri  og hálku eru þessar múrsteinsstýringar þó gular séu stórhættulegar, það hef ég reynt nokkrum sinnum undanfarið.Við erum að ræða um eina mest keyrðu akbraut landsins.Ég er ekki dómbær um hvernig best er að leysa þetta,ég held þó að hægt sé tímabundið  að víkka og lengja beygjurnar og setja t.d.plaststýringar í stað múrsteinastýringa,sem væru tryggilega festar niður í malbikið.Þá væru aðvaranir staðsettar a.m.k.300 - 400 m. frá örvaskiltum,en þau sjást ekki í snjókomu og dimmviðri fyrr en að þeim er komið..Eitt er víst að vegagerðin verður að leysa þetta mál fljótt og örugglega.Þegar hefur tjón hlotist af þessum múrsteinsstýringum,hvað gerist næt ?


Ellefufaldur Jón Bjarnason alþingism.á einni bloggsíðu - Er hann kominn til að vera ?

Jón Bjarnason talar mest allra alþingismanna á þinginu,reyndar svo mikið og lengi að forsetar þingsins eru í vandræðum að halda sér vakandi. Það er von að bloggurum bregði í brún þegar hann birtist ellefufaldur á sömu síðunni.Þá vitum við hvað muni í framtíðinni "prýða " bloggið okkar  hr.Jón Bjarnason alþingismann VG.Flokksmenn hans geta tekið sér frí frá blogginu.Það getur sett að manni nábít og böggul fyrir brjóst ef áleggið er of mikið.

Misnotkun á málfrelsi er m.a. langar innihaldslitlar og andlausar ræður.Það er frelsi að þurfa ekki að hlusta á fleiri klst.ræður í þinginu,sem er að mestu leiti endurtekið raus og rugl.Hugsanir sumra manna geta orðið svo fastofnar í eðli þeirra,að þær rótfestist í hugum þeirra og geri þá beinlínis aumkunarverða.


Heiðursmerki Fálkaorðunnar og Stórriddarakrossur fyrir hvað ?

Mér hefur alltaf funndist þessar orðuveitingar foseta Islands,samkvæmt tillögum orðunefndar vera hálf uppskapningslega athöfn,þar sem nær einungis er verið að heiðra þekkta aðila í þjóðfélaginu,en hinn þögli hópur,sem hefur unnið oft stærstu hetjudáðir þessarar þjóðar,þeirra er hvergi minnst.

Hvað ætli að oft sé búið að heiðra hina og þessa embættismenn,forustumenn félagasamtaka,stéttarsamtaka,atvinnurekendur,listamenn.ofl,.Ég vil að þessi heiðurmerki séu fyrst og fremt veitt þeim,sem hafa verið meiriháttar frumkvöðlar að nýsköpun og markaðsmálumí  nýrra atvinnugreina,unnið frækileg björgunarstörf,uppfinningamenn,skipuleggjendur á sviði náttúru - og umhverfismála,læknar og hjúkrunarfólk, fræðimenn og frumkvöðlar á menningar - og menntamálasviði og reyndar allir  hvar sem í stétt og stöðu  þeir standa,sem hafa unnið þjóð sinni mikið gagn á vegferð hennar til góðra lífskjara.Hvað ætli margir sjómenn og verkamenn,þeir sem þyngstar byrðar bera í þjóðfélaginu hafi hlotið marga heiðurpeninga úr hendi forsetans?

Það er ekki menningalegt þjóðfélag sem útdeilir heiðursmerkjum sínum með þessum hætti.Það eru ekki háar hugsjónir eða vísindalegar yfirveganir ,sem yfir höfuð ráða niðurstöðum  á þessum úthlutunum.Í núverandi formi vil ég að þessum orðuveitingum sé hætt,þær eru oftast  ekki viðtakendum til neinnar  sæmdar.


Gleðilegt ár og kærar þakkir til allra bloggara fyrir áhugavert og skemmtilegt lesefni.

Nú er ég búinn að vera rúmt ár á blogginu.Ætlun mín var að vera eitt ár eða svo til að auka þekkingu mína á mönnum og málefnum.Yfir höfuð er ég nokkuð ánægður með lestrarefnið,ólík viðhorf og áhugamál , fjölbreytt efnisval  og yfirleitt málefnalega umræða.Ég á nokkra bloggvini,sem ég les alltaf,svo eru  nafnlausir menn á blogginu,sem eiga þar alls ekkert erindi.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni,að allir ættu að hafa opna blogg,svo menn geti gert viðeigandi athugasemdir,en geti jafnframt lokað blogginni fyrir þeim,sem viðhafa ósæmileg skrif.Með öðrum orðum ,menn samþykkja  eða hafna innkomu annara áður en hún birtist.Það er boðið upp á þrjá valkosti í þessum efnum,sem er ágæt úrlausn.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband