Fimm verði tilnefndir af ísl.stjórnmálafl. og jafnmargir frá Englandi og Hollandi.Þá verði þrír sérfræðingar utan ESB landa fengnir til að leiða umræðurnar.Við Íslendingar ættum að óska eftir norskum sérfræðingi okkur til halds og traust.
Áður en lagt er í slíkan leiðangur verður löggjafarþingið og stærstu hagsmunaaðilar þjóðarinnar að koma sér saman um megin niðurstöður tillagna okkar.Við verðum að sýna m.a.afdráttarlausa samstöðu um lækkun vaxta Icesamningsins a.m.k.um 50% - 60% og allar þjóðareignir verði tryggðar með varanlegum hætti í stjórnarskrá.
Þá mótmæli Íslendingar harðlega beitingu breskra hryðjuverkalaga,sem augljóslega ollu okkur miklu fjárhagslegu tjóni og reyndu þannig að beita okkur forhertu harðræði til að valda okkur líka sem mestu mannorðslegu tjóni.Fyrir þessar hrokafullu aðgerðir verða bretar að stórlækka fjárkröfur á Íslendinga.
Við viljum heiðarlegar rökræður eða skynsamlega gagnrýni,þjóðin verður ranglega að bera þær skuldabyrgðar,sem á hana voru lagðar í skjóli bankanna vegna eftirlits - og stjórnleysis viðkomandi stjórnvalda.Vonandi verða þessi sakamál upplýst af viðkomandi saksóknurun.Þjóðin getur dregið einhverja lærdóma af öllum þessum meintu hamförum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.