Þriðjungur heyrnarlausra orðið fyrir kynferðislegri áreitni.
11.1.2007 | 20:41
Í Kastljósi kom fram í viðtalsþætti , að í nýlegri könnun hefði komið í ljós,að þriðjungur heyrnarlausra hefðu orðið fyrir kynferislegri áreitni.Þessi dapurlega niðurstaða kemur sjálfsagt öllum í opna skjöldu,enda hér um erfið tjáskipti að ræða.Talmálskennsla hófst hér á landi l980 og gátu því heyrnarlausir ekki haft nema mjög takmörkuð tjáskipti sín á milli fyrir þann tíma.
Fram kom í þessum viðtalshætti að heyrnarlausir væru í meirihluta gerenda og þolenda og áreitnin farið að mestu fram innan veggja Heyrnarleysingaskólans,á heimavist og nágrenni skólans.
Samk.viðtalinu verður reynt að hjálpa viðkomandi aðilum með ýmis konar sérfræðiaðstoð og gera þeim kleift að geta tjáð sig um sinn reynsluheim óski þeir þess.Heyrnarlausir sem og aðrir sem standa frammi fyrir svona lífsreynslu þurfa á góðri hjálp og umönnun að halda frá samfélaginu til að geta mætt hinu daglega lífi án stöðugs ótta og kvíða frá fortíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.