Eins og þú sáir munt þú uppskera-Hrun fjármálavaldsins - græðgin
27.1.2010 | 22:09
Allt þetta var mönnum augljóst frá því bankarnir voru nánast gefnir flokksmönnum íhaldsins og framsóknar og fiskveiðiheimildum var úthlutað með sama hætti.Sameign þjóðarinnar fiskurinn var afhentur útvöldum flokksgæðingum sömu flokka til eignar.Þeir seldu hann og leigðu að vild og tóku hundruð miljarða út á óveiddar fiskveiðiheimildir,sem úthlutað var til eins árs í senn.Þessir fjármunir fóru að stærstum hluta í alls konar brask,sem ekki tengdist á nokkurn hátt sjávarúrvegi.
Eins og öllum er nú kunnugt settu bankarnir þjóðfélagið á hausinn og útgerðarfyrirtækin skulda nú um 600 miljarða,sem óveiddur fiskurinn í sjónum er veðsettur fyrir.Þriðjungur heimila í landinu skuldar umfram eignir hundruð miljarða í íbúðarlánum,sem væntanlega verða að verulegum hluta tekin til gjaldþrotaskipta.Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar heimilunum eru vægast sagt óskipulegar og ranglátar og virðast fyrst og femst vera til að baktryggja bankana.
Heimilin í landinu hafa bundist samtökum um að spyrna við þessu ranglæti á meðan ráðhr.ríkisstjórnarinnar reyna að ná niðurstöðum í Icesave málinu og öðrum skuldafenum.
Auðhyggjan og ræðgin hefur nánast lokað öllum heilbrigðum útgönguleiðum fyrir heimilin og fyrirtækin.Í þjóðskipulagi auð - og frjálshyggju kapitalisma eru svo margar innbyggðar meinsemdir,sem hann grundvallast á.Við verðum að rýmka lýðræðið og frelsið öllum til handa.Aldrei aftur,við þurfum víða að spyrna við fótum og umfram allt standa saman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.