Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja er 658 miljarðar - Er kvótinn sameign þjóðarinnar veðsettur fyrir skuldinni
25.3.2010 | 21:08
Af hverju er ekki upplýst hvernig þessum viðskiptum er varið? Gaf ríkisstjórnin útgerðarfyrirtækjum heimild til að veðsetja óveiddan kvótann mörg ár fram í tímann? Við þessu verður þjóðin sem löggiltur eigandi fiskveiðiheimildanna að fá skýr svör frá ríkissjóði.
Hinsvegar væri ekki óeðlilegt að ríkisstjóður gæfi útgerðinni veðheimild lántöku fyrir uppgefnu fiskveiðmagni í byrjun hvers fiskveiðitímabils. Bankarnir geta ekki veitt nein lán út á sameign þjóðarinnar,nema með veðleyfi ríkissjóðs.
Þjóðin á skýra heimild á að fá upplýst hvaða láns - og veðheimildir ríkissjóður veitir á hverjum tíma til einstaklinga og fyrirtækja vegna fiskveiðiheimilda.
Vonandi fær þjóðin vitnesjku um þessi mál í skýrslunni,sem á að birta þann 12.næsta mánaðar.Ríkisendurskoðun ætti að vera búin að upplýsa þessi mál fyrir löngu síðan.
útgerðar aðilum veðleyfi fyrir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.