Geir heldur því fram að þagnarskylda presta gangvart sóknarbörnum sé algjör og þar sé engan milliveg að finna.Biskupinn hefur þegar mótmælt þessum orðum Geirs og vísað í viðkomandi lög máli sínu til stuðnings.
Öllum hlýtur að vera ljóst að skoðun Geirs er stórhættuleg og virðist lýsa frekar andlegum veinleika á þessum málum fremur en þekkingarleysi nema hvoru tveggja komi til.Röksemdir hans að prestar geti haldið leyndum t.d. hvers konar kynferðisafbrotum frá viðkomandi lögboðnum yfirvöldum,sem þeir móttaka í starfi er með ólíkindum.Siðleysi eða einhver algjör trúblina prestsins í þessum efnum virðist þurfa að rannsaka til hlýtar.Er hugsanlegt að þessi skoðun Geirs hafi þegar valdið einhverjum skaða ?
Athugasemdir
Þetta eru ótrúleg ummæli prests....það mætti alveg koma því að og spyrja um það hvort hann sitji inni með upplýsingar sem geti hreinlega bjargað lífi einhvers. Og ef svo er þá er þim einstaklingi fórnað í nafni trúarbragða...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 22:06
Þakka þér fyrir þínar athugasemdir,margar hugmyndir koma fram þegar pretur mælir með þessum hætti.Kristján Pétursson
Kristján Pétursson, 23.8.2010 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.