Að níðast á þeim,sem minnst mega sín og standa höllum fæti í lífinu.

Þegar manni er hugsað til allra unglinga - og barnaheimila,sem hafa verið í fréttum undanfarið vegna meintra afbrota umsjónamanna heimilanna i formi harðræðis,kynferðisafbrota, vanhæfni og þekkinarleysi á meðferðarúrræðum. Þá verður manni hugsað til lögformslegs eftirlits félags -og heilbrigiðsmála,sem gjörsamlega brugðust  sínum ábyrgðarhlutverkum.

Hvað veldur ,að viðkomandi stjórnvöld eru svo vanbúin, áhuga - og skilningslaus að sinna málefnum þessa ógæfufólks,sem sett er til vistunar á svona staði.Þau virðast  láta sig engu skipta hvernig rekstur þessa heimila gengur,þau eru bara þarna.Öll lögformleg eftirlitsskilda viðkomandi ráðuneyta er brotin,peningum til reksturs og viðhalds á eignum eru í lágmarki eða alls engin, menntun starfsmanna,er tekur til uppeldis,félags -og sálfræðiþjónustu er nánast ekki heldur til staðar.Af hverju getur þessi ríka þjóð ekki lagt fram nægjanlegt fjármagn t.d.til uppbygginar svona heimila,einnig til áfengis -og fíkniefna meðferðarstofnana?Til að spara fjármuni ríkissins til þessa málaflokks,er ýmsum aðilum s.s.trúfélögum og einstaklingum heimilað að annast meðferð þessa ungmenna.Þegar svo allt er komið í hámæli,tjöldin dregin frá,telur engin sig bera neina ábyrgð á meintum glæpsamlegum verknuðum.

Til að tryggja að svona mál komi ekki upp aftur á svona vistunarheimilum, verður einhver að bera stjórnsýslulega ábyrgð.Það ættu margir að taka pokann sinn í stórnsýslukerfi umræddra ráðuneyta ef fullnægja á lögbundnum ráðherraábyrgðum.

Það er lengi búið vanrækja hér á landi þá ,sem standa höllum fæti í lífinu og hreinlega níðast á þeim.Þeir eiga enga að í stjórnkerfinu,sem eru málssvarar þeirra.Fátæktin ber líka víðar dyra hjá tekjulágu fólki undir fátækramörkum s.s.öryrkjum,öldruðum,einstæðum foreldum o.fl.Ég get ekki skilið þá hörku og tillitsleysi í mannlegum samskiptum,að vilja ekki rétta þeim hjálparhönd,sem misst hafa sálar -og  líkamlega getu til að sjá sér farborða.Þeir sem horfa fram hjá þessum vandamálum og láta sig þau engu varða, ættu svo sannanlega að skammast sín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

heyr heyr

halkatla, 18.2.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Get ekki annað en verið hjartanlega sammála, Kiddi, var einmitt að ausa aðeins úr mér í morgun um þetta. Það er til háborinnar skammar að heyra ráðamenn segja að við búum í siðmenntuðu þjóðfélagi, því raunin er allt önnur. Jú, siðmenntin er til staðar ef þú átt nógu andskoti mikið af peningum, eignum eða öðru þess háttar, en ef þú hefur gerst sekur um að verða veikur á geði, líkama, eða hefur orðið Bakkusi að bráð á lífsleiðinni, að ég tali nú ekki um að vera fátækur, þá fer lítið fyrir siðmenningunni!

Bestu kveðjur. 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 18.2.2007 kl. 19:17

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Kærar þakkir frá ykkur fyrir jákvæðar undirtektir við greininni.

Kærar kveðjur.

Kristján Pétursson, 19.2.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband