Hægt og hljótt,hvarf framsókn inn í íhaldið.
20.2.2007 | 21:45
Ég átti nýverið mjög áhugavert samtal við þekktan framsóknarmann,sem hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.Hann taldi megin orsök á fylgistapi flokksins vera,að hann hafi ekki skilgreint sín stefnumál nægjanlega skýrt í stjórnarsáttmála við Sjálfstæðisfl. og í öllu þessu langa stjórnarsamstarfi hafi verið reynt að hafa engan sýnilegan ágreining á milli flokkanna.Reyndar hafi sérstakalega ráðhr.ríkisstjórnarinnar sí og æ verið að lofa hvorn annan fyrir traust og heiðarlegt samstarf,Sjálfstæðisfl.hafi þó verið mun örlátari á slíkt hól.
Sjálfstæðisfl.tókst að koma öllum sínum frjálshyggjumálum á koppinn, okkar mönnum tókst þó að halda í helmingsregluna samanber sölu bankana o.fl.Þá voru flokkarnir samstíga í kvótamálunum,haldið yrði áfram að selja og leigja fiskveiðiheimildir.Skipafélögin höfðu líka átt gott samstarf um vöruflutninga til og frá landinu án nokkurrar samkeppni.Sama gilti um olíufélögin,samráð í verði og einnig tryggingafélaganna.Framsóknarfl.tókst ágætlega miðað við flokksstyrk sinn að gæta fjáhagslega hagsmuna sinna manna.
Þetta fjárhagslega hagsmunapot og samsull við frjálshyggju íhaldsins,varð til þess,að stefna Framsóknarflokksins týndist og hefur ekki skilað sér í hús ennþá,sagði þessi ágæti framsóknarmaður.Flokkurinn var nánast allur nema Kiddi sleggja að þjóna einhverjum fjármálaklíkum og útrásarmönnum.sem hafa verið að keppast við að flytja peninga úr landi og fjárfesta í útlöndum.Stærsta kjaftshöggið fékk maður þó þegar flokkurinn minn studdi aðild að Írakstríðinu.Þeir óðu í skítnum eftir Davíð,sama hvaða vitleysa var í gangi,þar fór Halldór fyrstur manna.Hann valdi þó að lokum réttu leiðina að segja af sér.Það hef ég líka gert,en sé þó ennþá gamla flokkinn minn í hillingum.Viðmælandi minn tók silfurslegna tóbaksdós úr vasa sínum,setti góðan slurk á handabakið og tók í nefið.Margur framsóknarmaðurinn hefur fengið úr henni þessari,þetta er úrvals tóbak,uppskrifin er leyndarmál,sagði hann og hló.Ég kvaddi þennan heiðursmann,sem ég hef átt að vini nánast alla mína æfi.
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2007 kl. 20:56 | Facebook
Athugasemdir
Framsókn er rosalega dularfull ráðgáta í íslenskri pólitík.En það yrði synd og skömm ef hann hverfur eftir alla þessa sögu. Framsóknarfólk finnst mér alveg áberandi skemmtilegt í mjög mörgum tilfellum, ég skil bara ekki hvernig það nennir að vera í þessum flokki ef það þarf alltaf að vera að afsaka forsprakkana...
halkatla, 22.2.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.