Móðir jörð sameign okkar allra.

Var að horfa á þáttinn í sjónvarpinu um jörðina.Þetta sjónvarpsefni er það áhugaverðasta og jafnframt skemmtilegasta,endalaus fróðleikur um lífið og tilveruna.Ég hef árum saman horft á þessa þætti frá erlendum stöðvum,fæ alltaf ný sjónarhorn, fræðslu og þekkingu af nýjum lífverum,hvernig þær tvinnast saman í heilstæða heimsmynd.Tréin,súrefnisgjafi okkar jarðarbúa og heimili miljóna lífvera. Höfin,vötn,ár og jöklar,vatnsforðabúrin, orkugjafar og  matarkistur.Gróðurinn í miljónum tegunda jurta og dýraríkið  óendanlega.Við finnum vind loftsins  og sjáum himininn, sól og stjörnur,en hinar ókunnu og óendanlegu víddir veraldar, sem mannleg þekking mun aldrei að fullu höndla,en eitt   lífið hænufet vísinda nær stöðugt lengra út í  geiminn og bætir stöðugt við þekkingaforða okkar.

Ástæðan fyrir þessari stuttu og fátæklegu lýsingu móður jarðar,er að minna okkur stöðugt öll á,  að vernda umhverfið og náttúruna. Hinn tæknivæddi heimur í dag hefur í valdi auðhyggju stórfyrirtækja umbylt umhverfi og lífríki náttúrunnar með pólutískum tilstyrk. Stöðugt undanhald fyrir ofurtrú og blekkingum peningavaldsins fyrir bættum lífskjörum á kosnað náttúrunnar , er  stærsta vandamál samtíðarinnar.Við verðum að þekkja og skilgreina okkar takmörk fyrir hamingju og velferð fjölskyldunnar,þar ráðum við hver og einn ferðinni.Fögur og ómenguð MÓÐUR jÖRРer stærsta gjöf okkar til barnanna okkar.Þetta  " GRÆNA KAPPHLAUP" frá miðju til hægri og vinstri í pólutíkinni hugnast mér fremur illa,látum verkin tala,hin litskrúðuga  fallega náttúra Íslands skartar öllum litum,við þurfum að hlúa að þeim öllum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband