Vinstri grænir,hægri grænir,fagurt Ísland,fálkinn græni og hagamúsin.
10.3.2007 | 23:11
Umhverfis - og náttúrverndarmálin komin öll undir sömu ábreiðuna.Þessi græni litur er þegar farinn að gulna,því mest alla skilgreiningu vantar á , hvernig verði staðið að skipulögðum stór framkvæmdum á uppgræðslusvæðum landsins,sem er langstærsta náttúruverndarmál samtíðarinnar..Ég hef ekki heyrt frá neinum flokki í allri þessari grænu umræðu,sem hafi lagt fram við fjárlagagerð neina umtalsverða áætlun varðandi uppgræðslu á örfokalöndum og sandauðnum hálendisins og meðfram ströndum Suðurlandsins o.fl.Hér á ég við tugmiljarða fjárframlög til þessa málafl.á næstu árum og margföldun til skógræktar í landinu,sem getur bætt stöðu okkar varðandi mengunamál.Þá höfum við ekki lengur til afnota landgræðsluvél og ekki vitað hvað við tekur í þeim efnum.
Þá þarf að liggja fyrir nákvæm og vel skilgreind áætlun um móttöku og skipulag ferðamanna innan sem utan hálendissvæða,en áætlað er að þeir verði um 1.mil.eftir ca.tíu ár,en þeir eru nú á fjórða hundrað þús., þeim hefur fjölgað um 10-15% á ári s.l.20 ár.
Undir umhverfis - og náttúruverndarmál kemur einnig verndun landgrunnsins , bergvatnsár og uppsprettulindir vatnsbóla hverasvæði o.fl. Við höfum eðlilega beint spjótum okkar að virkjunaframkvæmdum og orkufrekum iðnaði,en eigum við ekki að hafa allt landið og miðin undir og vernda líka litlu hagamúsina,sagði dóttursonur minn.Ég gef öllum flokkum falleinkun í þessum málaflokki,pólutíkin á ekki að vera einhverjar uppblásnar grænar blöðrur rétt fyrir kosningar,náttúran er móður jarðar og fyrir henni eiga allir og alltaf að bera virðingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr.
Bý sjálfur hér á milli sanda sunnanlands og er mikill uppgræðslusinni. Kom mér MJÖG á óvart þegar ég var að tala um þetta við eina góða konu hér í hrepp að það þyrfti að gera stór átak í því að græða upp sandana en þessi vinkona mín var alveg ósammála mér.
Hún er hér uppalin og veit fátt fallegra en svörtu sandana og þeir eru hluti af því sem dregur ferðamennina á svæðið. Misjafnar skoðanir í þessum málum sem öðrum, sem betur fer.
En tek undir það með þér að það er enginn alvöru umhverfisstefna í neinum þeirra stjórnmálaflokka sem komnir eru fram. Stjórnarandstaðan hefur aðeins blásið upp stóriðjumálið til að krækja í atkvæði af stjórninni. Þessari svo kölluðu umhverfisstefnu þeirra er því ekki treystandi ef þau komast í meirihluta.
Ágúst Dalkvist, 11.3.2007 kl. 10:49
Poli"tíkin" er mesta lóðatík sem til er..mígur utan í allt og alla á 4 ára fresti og er á "lóðaríi" út um allt..og eltir alla "hunda"...sama hvaða flokksnafn nafn hún ber skiftir ekki máli...
Agný, 12.3.2007 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.