5 % vextir og 3 % verðtrygging fjórfalda húsnæðislán og þú verður "EIGN"bankanna.

Vil vísa á ágæta grein  Þorbjörgu Ingu Þorsteinsd.hjúkrunarfræðings um þessi mál í Morgunbl. í dag.Þar koma eftirtaldar upplýsingar fram,sem ég hef einnig fengið staðfestar hjá bönkum: Takir þú l5.milj.kr.lán til 40. ára á 5% vöxtum og 3% verðbólga reiknuð inn í lánið verður endurgreiðslan af láninu 66 milj.kr.Hvað myndi kosta að greiða af sömu lánsupphæð l5.milj.kr. til 40.ára í ESB löndum?Þar greiðir þú alls 24.milj.kr.eða 42 milj.kr.minna á lánstímabilinu en hérlendis.Hér í þessu dæmi er ég þó að miða við tvöfalt minni verðbólgu,en við höfum búið við s.l. þrú þ.e.yfir 6 %.Þá myndi þessar 66.milj.kr.á 40 árum rúmlega tvöfaldast og verða rúmar  137  milj.kr. og þannig nífalda stofnlánið.

Það má því færa góð rök fyrir því,að þeir sem taka sér íbúðalán  á svona lánakjörum verði eign bankanna fastir í vítahring,sem þeir komast ekki út úr.Af hverju haldið þið að íslensk heimili sé þau skuldsettustu  á heimsvísu?Það gera okurlánin og verðtygginga brjálæðið.Þetta er langstærstu og veigamestu málin,sem almenningur í þessu landi þarf að kljást við.Þau liggja ennþá óbætt hjá garði,við verðum að eyða æfitekjunum að berjast við að borga af þessum lánum.

Hin lánlausa ríkisstjórn er skítsama og gerir ekkert til að afnema verðtryggingu lána og bankarnir standa saman sem órjúfanleg heild að viðhalda okurvöxtum. Stjórnarandstaðan  ætti að setja þessi mál í öndvegi fram að kosningum,þau varða mest og er langstærsti þáttur í fjármálum ungs fólks í landinu. Húsnæðislán og umhverfismál eiga að  sitja í fyrirrúmi alþingiskosninganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hef verið að spá svolítið í þessum málum, en tek þó fram að ég er enginn fagmaður.

Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er fyrst og fremst að mikið atvinnuframboð er og kaupmáttur mikill. Það veldur því að við getum eytt meiru en áður sem aftur veldur þennslu og verðbólgu sem hækkar hjá okkur verðtrygginguna.

Ef verðtryggingin væri tekin af núna og bankarnir myndu ekki hækka vextina til að mæta því þá myndi kaupmáttur aukast enn meir og eyðslan yrði enn meiri og vextir enn hærri.

Er ég kannski að komast að rangri niðurstöðu?

Ágúst Dalkvist, 1.4.2007 kl. 15:31

2 identicon

Ég kann ekki heldur að skilgreina af hverju bankavextir  til húsnæðiskaupa eru helmingi hærri hér en í ESB og aðrir vextir margfalt hærri.Kaupmáttur hér er miklu lægri en á hinum Norðurlöndunum,svo ekki er það orsakavaldurinn.Ég hef heldur aldrei skilið af hverju við þurfum einir Evrópulanda að vera með  sérstaka verðtryggingu,sem alfarið er svo velt á lántakendur.Efnahagskerfið okkar er svo helsjúkt,það þarf meiriháttar umbyltingu.Gefum því þreyttri og úrræðalausri  ríkisstjórn frí og gefum nýjum flokkum tækifæri.Það verða gerðar miklar kröfur til nýrrar ríkisstjórnar,svo það er  eins gott að hún spjari sig. Ég verð þó að viðurkenna,að ég sé ekki Steingrím fyrir mér sem forsætisráðhr.

Kristján Pétursson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hvar hefur þú séð þær tölur að kaupmáttur sé minni hér á landi en á öðrum norðurlöndum?

Mikill kaupmáttur er klárlega einn af þeim þáttum sem veldur háu vaxtastigi hér á landi hvort sem hann er hærri eða ekki en á öðrum norðurlöndum.

Ástæðan fyrir því að við þurfum frekar á verðtryggingu að halda er að hagkerfi okkar er svo smátt í sniðum sem veldur því að sveiflur innan þess eru tíðari og meiri en annars staðar og ekki má byggja upp atvinnulífið hér á landi til að reyna að styrkja það, saman ber kosningarnar í gær í Hafnarfirði.

En þó að við þurfum kannski frekar verðtryggingu en aðrar þjóðir þíðir það ekki að við þurfum hana endilega, það þori ég ekki að segja til um EN það væri algjört glapræði að fella hana út í því umhverfi sem við lifum í í dag.

Svo er alveg ljóst að ef þú vilt ekki Steingrím sem forsætisráðherra að þá verður þú að sætta þig við Geir

Ágúst Dalkvist, 1.4.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég var að lesa greinina hennar (í sunnudagsmogga, sem sagt 1. apríl, bls. 46) og tek undir athugasemdir hennar. Það er náttúrlega sláandi að til viðbótar okrinu geti ekki einu sinni fagmenn svarað spurningum um vexti, verðbætur og þess háttar.

Og það minnir mig á viðskipti mín við fasteignasölu í fyrra þar sem lán komust til tals og fasteignasalinn hafði hvorki hugmynd um hver verðbólgan var á þeim tíma né hvort lánið sem hann ætlaði að selja mér með íbúðinni væri reiknað með verðbótum eður ei.

Niðurstaðan er: Burt með verðtrygginguna og minnkum vaxtamuninn.

Berglind Steinsdóttir, 1.4.2007 kl. 23:52

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Verðtryggingin er staðfesting á slæmri fjármálastjórn,það er því hárrétt hjá þér, að það væri algjört glapræði að fella verðtrygginuna út í því efnahagsumhverfi,sem við búum við í dag.Svona afgerandi játning á efnahagsástandi ríkisstjórnarinnar er ágætt hjá þér og þú hækkar stórlega í áliti hjá mér.Hins vegar myndi sé aldrei verða samferða þér með Geir sem fararstjóra,hann sýndi nákvæmlega hvaða mann hann hafði til að bera í viðræðunum um varnarmálin.

Kristján Pétursson, 2.4.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband