Framsóknarfylgið á fullri ferð milli Sjálfstæðisfl.og Vinstri Grænna.

Það virðist nokkuð ljóst,að um helmingur af fylgi Framsóknarfl.er enn á flökti milli VG og íhaldsins.Þetta má merkja greinilega á niðurstöðum úr  nýjustu skoðanakönnunum.Yfirlýsingar Framsóknarm.um áframhaldandi samstarf við íhaldið eftir kosningar ef þeir fá nægan meirihluta,ýtir undir enn frekara fylgistap þeirra til íhaldsins.Reynslan af löngu samstarfi smáflokka við stóra öfluga flokka er yfirleitt á einn veg,sá litli verður enn minni og getur hreinlega liðið undir lok.Samstarf Alþýðufl.í Viðreisnarstjórnni við íhaldið á sínum tíma staðfesti þessa þróun.Hún leiddi líka til mikilla átaka og klofnings innan Alþýðufl.eins og kunnugt er.

Það er áhugavert að skoða þessa þróun með Framsóknarfl.sem kennir sig við miðjuna á vettvangi stjórnmálanna,að hann skuli vera eins og teygjuband milli þeirra ,sem eru lengst til vinstri og hægri.Þessu veldur sennilega stefnuleysi flokksins í þjóðmálum almennt,sem hefur látið íhaldið teyma sig samfellt í 12 ár.Sjálfstæðismenn hafa sýnt verulega stjórnkænsku í þessu stjórnarsamstarfi við Framsóknarfl.að  beita ráðherrum Framsóknarflokksins fyrir sig í óvinsælum málum,en ráða bak við tjöldin framvindu mála.Þarna kemur m.a.fram hinn mikli stærðarmunur og valdsvið flokkana,þar sem sá litli verður að láta undan.Írak málið var dæmigert í þessum efnum,þar lét Halldór Davíð ráða ferðinni.Fylgistap Samfylkingarinnar til VG virðist hafa orðið vegna forustu þeirra í náttúruverndar - og umhverfismálum um nokkurt skeið.Fagra Ísland stefna Samfylkingarinnar á þessum vettvangi kom of seint,en mun þó fá fylgið að mestu  til baka frá VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Er að hluta sammála þér með flökt fyrrverandi framsóknarfylgisins eina sem ég myndi vilja bæta við það er að það er líka fyrrverandi fylgi SF sem er á flökti á milli D og V

Ágúst Dalkvist, 16.4.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Athyglisvert líka að þeir sjá bara eftir fylginu sem fer til okkar, vinstri grænna, skrýtið

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.4.2007 kl. 23:04

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Vertu nú ekki Ágúst minn að bæta neinu við  hugmyndafræði mína um Framsóknarfl.ég var svo ánægður með þessa greiningu.

Kristján Pétursson, 16.4.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Æ! Fyrirgefðu Kristján, en við skulum líta á björtu hliðarnar, ég skrifaði ekki nærri allt sem mér datt í hug

Þetta er flott greining hjá þér á fyrrverandi fylgi framsóknar

Ágúst Dalkvist, 17.4.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband