Fram kom hjá fréttamanni á stöð 2 í kvöldfréttum,að á raflínustaurum byggðalínu til álversins í Straumsvík væri algjör gróðureyðing við hvern staur ,sem næmi um 2000 ferm.Mosi og trjágróður virtist af myndum að dæma vera nánast svartur.Hér er um að ræða stórmál,sem verður að rannsaka nú þegar.Hvernig stendur á því að þessi mál hafa ekki verið upplýst fyrr,því svona eyðing hlýtur að eiga langan aðdraganda og verið línumönnum löngu kunn?Hverju er verið að leyna þjóðinni í þessum efnum? Þessir staurar falla mjög illa að landslaginu ,eru mesta sjónmengun í náttúru Íslands.Ofan á það bætast nú hugsanlega gífurleg landeyðing víðsvegar um landið.Þá er enn eftir að rannsaka alvarlega heilsuskaða af raflínum,sem eru í nálegð íbúðahúsa og við útivistarsvæði.Áhugavert væri að fá óvilhallan aðila til að reikna út hvað raflínulagnir í jörðu sé mikill hluti af heildarkosnaði af byggingu álverksmiðju og virkjana.Verð til stóryðju í framtíðinni á að miðast við,að raflínulagnir séu í jörðu.Sú gamla kenning að jarðlagnir línu kosti tífalt meira en loftlagnir þarf að endurskoða af óvilhöllum sérfræðingum.
Ég treysti fréttamönnum á stöð 2 að að fylgja þessu máli vel eftir,þeir eiga heiður skilið fyrir að upplýsa þjónina um mörg hneyglismál,sem kunnugt er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.4.2007 kl. 19:32 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert maður að mínu skapi og með hjartað á réttum stað. Góð grein hjá þér, ekki vanþörf á að rannsaka svona atriði !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2007 kl. 23:13
Ég er mest hissa á því að þetta skuli ekki hafa komið fram fyrr. Það er farið að setja reglur um það í æ fleiri löndum að raflínur og spennistöðvar verði að vera í ákveðinni lágmarksfjarlægð frá hýbýlum fólks. Það hefur líka komið í ljós í rannsóknum að á ákveðnum svæðum þar sem fólk býr nálægt slíku hefur tíðni hvítblæðis í börnum aukist. Brynjólfur Snorrason hefur líklega einna mest fengist við að reyna að fyrirbyggja neikvæð áhrif raflína og rafsegulsviðs á fólk og unnið nokkuð merkilegt starf sem hefur hlotið minni athygli en efni standa til. Það er greinilegt á þessum síðustu fréttum af áhrifum raflínustaura á gróður að það verður að fara að beina athyglinni meira að þessum málum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 23:54
Þetta eru sláandi upplýsingar og ekkert smá þarfaverk að vekja athylgi á þessu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2007 kl. 00:09
Rafmang, eins og það er okkur nú bráðnauðsynlegt, gengur auðveldlega frá lífi ef því er beitt í miklu magni. Það væri gaman að sjá þetta mál fá eftirfylgni og nánari skoðun.
Pálmi Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.