Ríkisstjórnin játar sök sína um vanrægslu á kjarabótum til aldraðra og öryrkja með nýjum kosningaloforðum.

Loforð ríkisstjórnarinnar nú um ýmsar kjarabætur til lífeyrisþega og öryrkja eftir 12 ára setu í ríkisstjórn,  er augljós viðurkenning þeirra á langvinnri vanrægslu á málefnum þeirra,bæði er tekur lífeyris og hjúkrunarheimila o.fl.Þessi  framkoma ríkisstjórnarinnar sýnir mikla lítilsvirðingu í garð hinna öldruðu,sem öðrum fremur ætti að sína fyllstu virðingu eftir að hafa skilað sínu lífsstarfi fyrir land og þjóð öllum til heilla.

Eins og kunnugt er var Framkvæmdasjóður aldraðra stofnaður til að standa fyrir uppbyggingu hjúkrunaheimila.Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstökum skatti,sem lagður er á almenning.Ríkisstjórnin hefur misnotað þennan sjóð með því að veita fé úr honum í ýms önnur óskyld störf.Hér er verið að ganga á rétt aldraðra með ólögmætum hætti.

Önnur bein atlaga og sú alvarlegasta að kjörum eldri borgara er að skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu.Hún hefur lengst af verið í stjórnartíð ríkisstjórnarinnar milli 60 og 70 þús.kr.en er nú 90 þús.Ætti hins vegar að vera 139 þús.kr.Þessi aðför  ríkisstjórnarinnar að kjörum aldraðra og öryrkja heitir stjórnsýslu upptaka á fjármunum þeirra.Bak við þennan gjörning liggur ótrúlegur ódrengskapur, siðleysi og virðingarleys.Þegar menn njóta ekki lögmætrar kaupmáttaraukningar,sem verður í þjóðfélaginu hvað heitir það á mannamáli annað en svik og dæmalaus vanvirðing.

Samfylkingin vill að aldraðir og öryrkjar hafi lífeyrir,sem dugar vel fyrir framfærslu og lífeyrir fylgi launavístölu.Sé miðað við  framfærslukosnað lífeyrisþega  eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands.Samfylkingin leggur til að greiðslur úr lífeyrissjóðum beri 10% skatt í stað 35.72% sem nú er.Hjúkrunarvandinn er mikill,byggja þarf um 400 hjúkrunarrými og auka heimahjúkrun.Hér hef ég nefnt aðeins nokkur af þeim helstu baráttumálum Samfylkingarinnar,sem hún stendur fyrir í þágu aldraðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband