Fiskveiðistefnan hefur leitt til alvarlegra afbrota sjómanna og útgerðarmanna.

Þetta var niðurstaða Kompás þáttar um fiskstjórnunarkerfið,eftir að hafa rætt við tugi sjómanna um hvaða aðferðum er beitt við að brjóta reglur og lög þar að lútandi.Nú eru liðin 23. ár  síðan kvótakerfið svonefnda  var tekið í notkun við stjórnun fiskveiða innan fiskveiðilögsögunnar.Þetta kerfi átti að vernda fiskistofna og byggja þá upp,en hvorugt hefur gengið eftir eins og kunnugt er.Þess í stað hefur myndast í kringum þetta fiskveiðikerfi ein alls herjar óreiða,misferli og alvarleg afbrot eftir að lögunum var breytt 1991, er kvótinn var framseljanlegur og leigður.Allir vita þetta í öllum sjávarbyggðum umhverfis landið,að fiski er hent í hafið í tugþúsund tonna vís,aðeins komið með verðmesta fiskinn að landi,fiski landað fram hjá vigt í miklu mangi,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís og rangar fisktegundir gefnar upp m.a. á þann hátt að láta efst í fiskkerin þá fisktegund , sem gefin er upp við vigtun,t.d.verðminni fisk eins og ufsa yfir þorsk.Þá mun vera einhver misbrestur á magntölum  fiskútflutnings í gámum.Vitað er að þessi lögbrot varða tugum miljarða  ári,en ríkisstjórnarfl.vilja engu breyta

Hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna fara saman í  þessum lögbrotum,báðir aðilar hagnast vel og enginn vill opinbera þessa verknaði.Stærstu kvótaeigendur þjóðarinnar,sem hafa mótað þetta kerfi með Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.sem standa vörð um óbreytt fiskveiðikerfi.Ég hef rætt við fjölda sjómanna,sem hafa allir verið viðriðnir  framangreind lögbrot í þessum efnum,en vilja náttúrlega ekki viðurkenna brotin opinberlega,enda fengju þeir þá þunga dóma fyrir verknaðinn.Brýn nauðsyn er á að rannsaka þessi mál til hlýtar,þar sem jafn ríkir þjóðarhagsmunir eru í veði.Þá þyrftu dómsyfirvöld að sjá til þess,að þolendur þessa kerfis fengju ekki refsingu fyrir að skýra rétt frá staðreyndum.Það verður að leiða fram með framburði þessa aðila alla þætti þessa rangláta og forheimskulega kerfis.

Færeyingar reyndu þetta kvótakerfi fyrir nokkrum árum í stuttan tíma,þeir töldu það óhæft með öllu og hættu við það.Töldu innbyggt í kerfið miklar freistingar til lögbrota og  vildu ekki gera sína sjómenn og útgerðarmenn að glæpamönnum,eins og þeir orðuðu það.Þeir töldu  íslenska kvótakerfið ekki vernda fiskistofna,heldur þveröfugt ganga á þá.

Kompás hefur enn og aftur sýnt lofsvert framtak að upplýsa glæpamál og nú í fiskveiðikerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Þetta var mjög áhugaverður þáttur.  Ég hef í langann tíma vitað að þetta kerfi getur engan veginn gengið upp.  Það verður að taka á þessu máli.

Halldór Borgþórsson, 7.5.2007 kl. 01:08

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Merkilegt. Ég sá ekki þáttinn því miður. En ég trúi öllu góðu á Færeyinga í sjávarútvegi, skil ekkert í því að við skulum ekki nota og tala meir opinberlega um þá sem fyrirmynd. Ég er ansi hrædd um að við séum með minnimáttarkennd gagnvart þeim í sjávarútvegsmálum og kannski fleiru!

Edda Agnarsdóttir, 7.5.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta mál er ekki jafn heitt í hugum kjósenda og ýmsir hyggja. Þeir sem voru 12 ára þegar kvótalögin voru sett eru hálffertugir í dag og þekkja ekki annað umhverfi fiskveiða en það sem við búum við í dag.

Það gætu verið ca 20 prósent þessa fólks sem fengu íhaldsgenin í arf og hugsa ekki um pólitísk mál, þeir eru úr sögunni. Allflestir þeir sjálfstæðismenn sem muna þessa breytingu hafa sætt sig við hana og sama á við um flesta framsóknarmenn af því þeir vita að þeir eru til fyrir flokkinn en ekki öfugt. Kristinn P. er eini íhaldsmaðurinn sem hefur sýnt þessu virkt andóf í ræðu og riti en á kjördag hygg ég að hann hafi hratt á hæli til að tryggja flokknum atkvæði sitt í klefanum. Trúarbrögð hafa aldrei tengingu við röksemdir því niðurstaðan kemur ævinlega áður en rökræðan byrjar. Ungt fólk skiptir út sjónvarpsstöð með pólitíska umræðu í gangi og leitar að stöð með íþróttafréttum.

Ungt fólk les ekki um pólitík en leitar í dagblaðinu af nýjustu frétt af Paris Hilton og beðnautum hennar og annara í svipuðum klassa.

Menntun þessarar þjóðar hrakar í réttu hlutfalli við aukið bóknám og hæg lífskjör.

Hafi ég Kristin fyrir rangri sök er það vegna þess að ég man ekki betur en að hann hafi sjálfur lýst yfir ævitrúnaði við D listann.

Árni Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Auðvelt ætti að vera fyrir ríkisstjórnina að upplýsa brottkast á smáfiski sem er drepinn og þar að leiðandi verður ekki veiddur síðar... Einhverntíman var fjallað um að setja eftirlitsmenn um borð í öll fiskveiðiskip til að hafa umsjá með umræddu brottkasti. Auðvelt ætti að vera að upplýsa hvort brottkast á sér stað og hvort löndun á fiski þar sem verðmætar fisktegundir eru faldar undir verðlitlum fiski svo sem ufsa eigi við rök að styðjast.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.5.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nei Guðrún Magnea það er ekki auðvelt, og reyndar með öllu útilokað að fylgjast með brottkasti svo einhverju nemur. Svo einfalt er það. Þetta kerfi okkar hefur þróast út í þann óskapnað sem orðinn er óviðráðanlegur og beinlínis knýr menn til lögbrota. Sá sem fer út í úgerð eða ætlar að halda þar áfram stendur einfaldlega frammi fyrir þeirri spurningu hvort hann vilji heldur:

1. Lifa af og jafnvel hagnast vel með heppni og nýta sér til þess öll þau fjölmörgu tækifæri sem í boði eru=brjóta öll lög og allar reglur sem um þann atvinnuveg gilda. Vera klókur við að tryggja sambönd við rétta menn.

2. Hlýða reglum og telja svo dagana fram að gjaldþroti. 

Svona óskaplega einfalt er nú þetta og það vita allir sem að þessum atvinnuvegi koma, háir sem lágir.

Árni Gunnarsson, 8.5.2007 kl. 23:42

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Árni þakka þér fyrir innkomuna á bloggið mitt.Alltaf gaman að heyra í þér.rökrænn og réttlátur.Kær kveðja 

Kristján Pétursson, 9.5.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband