Ógnvænlegt okur.Tólffaldur verðmisunur á Glucosamine (liðaktín)í Bandaríkjunum og Íslandi.

Ég tel rétt að vekja athygli á þessum mikla verðmismun á þessu lyfi.Í Bandaríkjum kosta 240 töflur af 1500 mg.Glucosamine 12 dollara í verslunum eða um 800 kr.en 60 töflur hérlendis 500 mg.2500 kr.eða tólffalt meira.Sé hins vegar reiknað út frá styrkleika lyfsins verður verðmismunurinn 36 faldur. Aðflutningsgjöld eru ekki með í þessum útreikningi,enda myndu þau litlu þar um breyta.Þetta lyf er aðalega notað vegna  hvers konar brjóskeyðingar og liðslita og er unnið úr skelfiski,sem kunnugt er.Þúsundir Íslendinga nota þetta lyf með mjög góðum árangri samkvæmt læknisráði.

Í útvarpinu í dag hlustaði ég á viðtalsþátt,þar sem frá því var skýrt,að almennum verslunum yrði eftirleiðis bannað að selja lyfið,einungis lyfjaverslunum og var talið að verðið myndi þá hækka til muna,þar sem lítil sem engin samkeppni er á milli þessa verslana.Hvar er nú frelsið og samkeppnisandinn.Þetta er náttúrlega ekkert annað en okur af verstu gerð.Verðmismunur á flestum lyfjum í Bandaríkjunum og Íslandi er frá 6-12 faldur.

Enn og aftur verður maður vitni af  grímulausri auðhyggju og græðgi,sem engin bönd halda.Maður veltir fyrir sér hvort engin siðferðis - eða samkennd sé til á þessum vettvangi.Mest af þessu lyfi er notað af eldra fólki,þar sem margur hver hefur mjög takmörkuð peningaráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Má vera að þetta liðaktín-dæmi sé lyf, en þykir það ótrúlegt. Álykta að það sé eitthvað á borð við bakkelsi í töfluformi, viðlíka heilsusamlegt. Þú getur fengið drykki í búðum og sjoppum hér á klakanum, jafnvel í eigu sama góðgerðarfyrirtækis, með vel fjórföldum verðmun. Dæmi 68 - 252 kr. fyrir tvo lítra. Sama vara, sama merki.

Auk þess velti ég því fyrir mér af hverju þú skrifar þig kristján en ekki Kristján - og af hverju hálfnafni þinn, Kristinn á Bakkafirði, skrifar sig Petursson en ekki Pétursson. Bara að spekúlera.

Herbert Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér fyrir ábendinguna með K. mitt,það fær fulla stærð eftir kosningar.

Kristján Pétursson, 9.5.2007 kl. 23:22

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þetta með verðmismun á lyfjum og vítamínum hérna á landi og í BNA er afar augljóst þeim sem hafa keypt vöruna í báðum löndunum og hafa verðskyn.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.5.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Kristján, 

Þetta dæmi sem þú nefnir er heint og beint ótrúlegt!

Ég var meðal þeirrra fyrstu hér á landi, sem fór að flytja inn Glucosamin Chondroitin  Sulfat.    Ég get upplýst þig og aðra um að það eru engvir tollar eða innflutningsgjöld.  Þær skýringar sem til greina koma eru okur eða gæðamunur.  Ef fyrri tilgátan er rétt get ég lofað þér og öðrum neytendum að þetta verður snarlega jafnað.  

Hafðu samband við mig:   ginseng@ginseng.is    

Sigurður Þórðarson, 20.5.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband