Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar.Stefnt er að,unnið að,móta skal,áhersla lögð á.
23.5.2007 | 17:59
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru mörg áhugaverð mál,sem hún ætlar að láta til sín taka.Hins vegar finnst mér fjöldi mála hanga í lausu lofti vegna orðalags,sem ríkistjórnin getur auðveldlega skotið sér undan.
Þarna kemur m.a.fram eftirfarandi setning:"Stimpilgjald verði afnumið á kjörtímabilinu,þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa."En hvað,ef þær aðstæður skapast ekki,er ekki stimilgjaldið líka alfarið gjald sem rennur í ríkisstjóð?
Stefnt skal að því að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga segir einnig í yfirlýsingunni.Af hverju ekki að segja ákveðið , að skattar skulu lækkaðir á kjörtímabilinu.
Fjöldi greina í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar eru mótaðar af þessu þokukennda orðalagi,að stefnt sé að,unnið að,móta skal,áhersla lögð á o.fl.í þeim dúr.Persónulega er mér afar illa við svona vilja yfirlýsingar ,þó meiningin eða hugsunin ,sem að baki liggur lýsi góðum ásetningi,er þetta opið í báða enda og auðvelt að smokra sér fram hjá slíkum yfirlýsingum.Vonandi fær þessi stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar skýrara tungutak þegar hún verður til umfjöllunar á alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gerð er krafa til nýrrar ríkistjórnar, eins og þeirrar fráfarndi, að hún hafi stjórn á hagkerfinu. Meðan sú krafa er gerð er ekki líka hægt að gera kröfu um það að hún dagsetji tilvonandi verk sín sem hafa áhrif á hagkerfið eins og t.d. stimpilgjaldið. Það verður mjög þensluhvetjandi þegar það verður lagt niður og þá eðlilegt að bíða eftir réttu færi. Sama er með skattalækkanir á fyrirtæki og flest annað sem stjórnin ætlar sér að gera.
Það að hafa yfirlýsinguna svona "loðna" sýnir hug verðandi stjórnar en án þess að lofa einhverju sem verður svo kannski ekki hægt að standa við vegna aðstæðna.
Ágúst Dalkvist, 23.5.2007 kl. 23:00
Sæll Ágúst.Þú ert að verða eins og atvinnupólutíkus,kannski verður þú það í framtíðinni.Allt sem ríkisstjórnarfl.ætlar að gera m.a.skera niður um 3000 manna biðlista á sjúkrahúsum,stórbæta kjör aldraðra og öryrkja m.a.með lækkun skatta o.fl.Verður þetta ekki allt mjög þensluhvetjandi og verður að BÍÐA eftir réttu færi.Þannig tala alltaf Sjálfstæðismenn ef á að gera einhverjar kjarabætur.Þú ert Ágúst búin að læra þetta þokukennda tungutak,það er upphaf að meiru.
Kristján Pétursson, 24.5.2007 kl. 00:25
Það ætla ég rétt að vona að ekki þurfi allt að bíða en það er deginum ljósara að það er ekki hægt að gera þetta allt í einu heldur þar sem, eins og þú segir, þetta er allt saman þensluhvetjandi.
Nú ertu kominn í ríkisstjórn Kristján og verður að hífa þig upp úr stjórnarandstöðuhugsuninni. Þú mátt ekki falla í þá gryfju eins og stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili að heimta allt þannig að það verði mótsagnakennt. Fyrst heimtaði hún að stjórnin minnkaði umsvif sín og frestaði framkvæmdum til að ná tökum á hagkerfinu. Það gerði stjórnin en þá varð stjórnarandstaðan vitlaus yfir því að verkum skildi vera frestað
Nú telur þessi nýja ríkisstjórn að það sé kominn tími til að aldraðir og börnin fái sinn hlut af góðum rekstri ríkissjóðs undan farin ár og hljótum við öll að gleðjast yfir því. Aldraðir hefðu mátt gjarnan vera fyrr í röðinni en seint er betra en aldrei og nú á að lagfæra þeirra kjör og mál þess efnis verða lögð fyrir sumarþing strax í næsta mánuði.
Þetta með atvinnupólitíkusinn, þá geng ég ekki með hann í maganum. Það er ekki gæfulegt fyrir þann sem hefur drauma um að komast á þing að búa í dreifbýli, nú verða allir pólitíkusar að koma úr einhverjum stóru kjarnanna sérstaklega eftir að kjördæmin urðu svona stór. Mér líður alltof vel þar sem ég er til að ég breyti því sjálfviljugur. En takk samt fyrir gott hrós.
Ágúst Dalkvist, 24.5.2007 kl. 11:39
Við erum vanir því í Samfylkingunni að hafa fullt málfrelsi,en í Valhöll er allt samþykkt sem formaðurinn leggur til.Að sjálfsörðu mun ég ekki fara að deila á ríkisstjórnina fyrr en og ef hún stendur ekki við stjórnarsáttmálann.Fari ríkisstjórnin að velta undan sér stórum hluta loforðalistans fram á síðasta ár kjörtímabilsins,þá gerist ég hávær og deili hart á mitt eigið flokksfólks.
Ég mun fara að ráðum þínum Ágúst og verða stjórnarsinni ,svo lengi sem ríkisstjórnin verðskuldar það.Ég öfunda þig að búa í dreifbýlinu og eitt er víst að ég met störf bóndans mikils,reyndar langtum meira en störf alþingismanna.Hins vegar held ég mig við það,að í þér búi ágætis efni í heiðarlegan alþingismann þegar fram lía stundir.
Kristján Pétursson, 24.5.2007 kl. 17:22
Skal standa með þér ef stjórnin ætlar ekki að standa við gefin loforð
Ágúst Dalkvist, 24.5.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.