Eru sjómenn og útgerðarmenn í herkví LÍÚ og Fiskistofu?Eiga sjómenn og útgerðarmenn að höggva á hnútinn?
26.5.2007 | 00:21
Í mjög athyglisverðum Kompás þætti Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan kom m.a.fram ,að gýfurlegu magni af fiski væri kastað í sjóinn og aðeins verðmesta fiskinum landað.Þá kom einnig fram ,að landað færi fram hjá vikt í stórum stíl,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís ,magntölum á fisktegundum sé breytt í miklum mæli við löndun með því að setja verðminni fisktegundir efst í fiskkerin o.fl.Allir sem að þessum málum koma virðast meðvitaðir eða beinir þátttakendur í svindlinu ,enda hagnast flestir vel á því. Eins og kunnugt er,er sökudólgurinn og orsakavaldurinn í allri þessari rúllettu, lögin um fiskveiðistjórnun frá 1991,þegar heimilað var framsal og leiga á kvóta.Þá opnuðust allar gáttir og hver reyndi með sínum hætti að hagnast sem mest á þessu arfavitlausa kerfi.
Þróunin hefur orðið sú, að leiguverð á kvóta er það hátt,að engin rekstargrundvöllur er fyrir leigutaka, að hún beri sig ,nema þverbrjóta lögin eins og lýst er hér að framan.Þá er kaupverð á kvóta svo hátt,að þar er heldur enginn rekstrargrundvöllur og nýliðun í útgerð óhugsandi.Það sem vekur mesta athygli nú, er algjört sinnulaysi og þögn stjórnvalda.Það er eins og allir séu múlbundnir eða úrræðalausir um að stíga fram og gera skyldu sína á þessum vettvangi.Er herkví LÍÚ og fiskistofu svo sterk,að allir sjó- og útgerðarmenn séu með skottið á milli fótanna af ótta við þessa aðila.Það hefur ákaflega lítið heyrst til Frjálslyndafl.um þennan Kompás þátt,vekur reyndar furðu mína.
Sjómenn og útgerðarmenn hljóta að gera sér grein fyrir því,að þessu fiskstjórnunarkerfi verður aldrei breytt nema þeir hafi forgöngu um það sjálfir.Er kannski til í dæminu,að það sé flestum í hag að búa til svona svindkerfi,sem allir geti eitthvað hagnast á?Hvar er eftirlit Fiskistofu og lögreglunnar,er búið að segja þeim,að horfa fram hjá afbrotum af þessum toga,sem ætla má að varði fleiri tugi miljarða árlega.
Hvernig væri nú, að hundruð sjómanna og útgerðamanna um land allt myndu kæra sjálfan sig til viðkomandi yfirvalda fyrir að brjóta framkvæmd þessa kolvitlausu laga og myndu þannig reyna að knýja fram nýja fiskveiðilöggjöf.Slík aðgerð væri einsstök í Íslandssögunni og myndi vekja heimsathygli.Þetta þarf að skipuleggja afar vel og gerast samtímist um land allt.Nauðsyn brýtur lög,er gamalt og gott máltæki,sem svo sannarlega á við í þessum málum.Hér er um að ræða umfangsmesta spillingar - og sakamál Íslandssögunnar,sem daglega siglir á sléttum sjó fyrir framan nefið á ríkisstjórn,alþingi og viðkomandi yfirvöldum.Eru það ekki gjörspillt stjórnvöld,sem láta þetta viðgangast?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kristján- Þarna ert þú komin mjög nálægt drullupyttinum. Eg bara skil þetta ekki af hverju er ekkert gert í þessu máli. ÞARNA KEMUR FISKISTOFUSTJÓRI Í SJÓNVARP OG BER VITNI UM AÐ ÞAÐ SÉ BÚIÐ AÐ STELA EINHVERJUM ÞÚSUNDA AF FISKI. Og er það bara allt í lagi? er þetta ekki lögbrot? og á ekkert að gera, þetta hefur alltaf verið svona í sambandi við kvótakerfið hafið yfir öll lög. Það eru nefnilega flestir sem vinna í þessu ornir" óvart" meðsekir,þess vegna gerist ekkert.
bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 01:28
Það átti að standa ÞÚSUNDIR TONNA.´Já menn eru hræddir um að missa vinnuna ef þeir kjafta frá, við munum eftir manninum frá Flateyri sem sagði frá eftir á. Menn hljóta að vera búnir að fá nóg af þessu rugli , og þá tilbúnir í hvað sem er. Þetta er bara góð tillaga sem þú komst með. Eg veit bara að allt sem kom fram í KOMPÁS er rétt. Svona er þetta, sukk og þjófnaður. Og miklu meira en fiskistofs segir.
bjarnidyrfjord (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 01:46
Það er ótrúlegt að bjarnidyrfjord skuli ekki hafa hlustað á málflutning Frjálslyndra um Kompásþáttinn, bæði fyrir og eftir hvar hefur þú verið Bjarni? Hvað kaustu? kvótaflokkana? Við frambjóðendur höfum sagt og segjum enn og munum halda áfram að segja, að við vissum um allt sem kom fram í Kompásþættinum og höfum lengi vitað og þess vegna hefur barátta okkar snúið um að vinda ofan af þessu arfavitlausa kerfi án þess að rústa mönnum sem eru raunverulega að vinna í greininni en skera upp braskið og marg miljarða svindlið í kerfinu, en þú gleymdir að minnast á það sem er nú orðið, sprautað í fiskinn alls konar aukaefnum til að auka þyngdina í afurðunum, og auka svindlið, sem síðar meir kemur niður á mörkuðunum í verðfalli og hvar stöndum við þá ?
Ragnheiður Ólafsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:32
Fyrirgefðu bjarnidyrfjord það var Kristján sjálfur sem kvartaði yfir svokallaðri þögn Frjálslynda flokksins. Þú ættir að vita betur Kristján ef þú fylgist raunverulega með umræðunni. En þögnin hefur trúlegast verið keypt af fyrrverandi og núverandi stjórnarflokkum um kvótann, allavega mátti ekki ræða þá umræðu fyrir kosningar og allir fjölmiðlar að undanskildum kompás og stod 2 auk heldur Útvarps Sögu sem hefur verið óþrjótandi í að ræða sjávarútvegsmálin og kvóta þjófnaðinn því annað er ekki hægt að kalla þetta.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 26.5.2007 kl. 21:39
Já þetta er allt mjög undarleg með þetta fiskveiðastjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Ég átti spjall við sjómann á Snæfellsnesi nú um helgina. Þar kom skýrt fram að því sem haldið var fram í umræddum Kompásþætti , er ekki ofsögum sagt... umgengnin við sjávarauðlindina í skjóli þessa kvótakerfis er með þessum hætti.
Svindlað framhjá vigt í miklum mæli . Verst sé þó brottkastið , þar fer flokkunin fram til að hámarka verðmæti þess afla sem að landi er fluttur... og fiski sem ekki er kvóti til fyrir og eðlilega kemur í veiðafærin..fer dauður í sjóinn ..honum er hent.
Fram kom í þessu spjalli mínu við þennan reynda sjómann , að þetta væri í raun óviðráðanlegt það væri beggja hagur þ,e útgerðar og sjómanna að láta þetta yfir sig ganga, annars færi vinnan og tekjurnar fyrir lítið.
Og hver skyldu nú áhrif þessa kerfis hafa á sjálft fjöreggið okkar, sjávarauðlindina ? Er skyldleiki með sífellt minnkandi aflamarki tveimur áratugum eftir að þessu kerfi var komið á, kerfi sem átti að stórauka aflamagnið þegar fram liðu stundir ??
Smáfiski sem lendir aftur í sjónum,dauður, í miklu magni... hann verður ekki að afla í framtíðinni. Erum við ekki að skera undan okkur með þessu háttarlagi ?
Áhrif kvótans á sjávarbyggirnar , þar sem þeir eða sá sem á kvótann, sem er í viðkomandi byggðalagi og er undirstaða byggðarinnar , getur einn og sér tekið þá ákvörðun að selja lifibrauðið frá byggðalaginu sýnist honum svo, eins og dæmin sanna.
Ég er þér alveg sammála ,Kristján , þetta kerfi verður að leggja af og stokka spilin upp á nýtt
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.