Fallið yrði frá refsingu sjómanna og útgerðarmanna fyrir að upplýsa meint brot á fiskveiðilöggjöfinni.

Þjóðin má ekki láta það viðgangast lengur,að augljós meint afbrot ,sem varðar tugi miljarða  árlega  á fiskveiðistjórninni séu látin afskiptalaus af viðkomandi stjórnvöldum.Í hverju byggðalagi umhverfis landið er fólk fullkomlega meðvitað um hversu víðtæk þessi afbrot eru og gera sér fullkomllega grein fyrir alvöru málsins.Sú spilling sem fylgir þessum brotum skapar virðingaleysi fólks fyrir lögum og reglum og reyndar Stjórnarskránni líka,þar sem fiskurinn er lögum samk.sameign þjóðarinnar.

Það er fullreynt ,að stjórnvöld hafa engan vilja eða getu að setja ný lög um fiskveiðistjórnun,en núverandi löggjöf veldur mestu um þau alvarlegu afbrot, sem eiga sér  stað.Þar eru viss ákvæði laganna eins og  framsal og leiga á kvóta o.fl.sem er innbyggt í kerfið ,sem beinlínis opnar smugur til lögbrota.

Í fyrri grein minni hef ég lauslega skýrt frá aðgerðum brota og sagt að sjómenn og útgerðarmenn verði sjálfir að höggva á hnútinn með þeim hætti að staðfesta skriflega allir sem einn,öll meint brot sín á fiskveiðilöggjöfinni, en þær skýrslur verði  ekki afhentar viðkomandi yfirvöldum , fyrr en fyrir  lagi, að  alþingi hefði staðfest að fallið yrði frá refsingu sjómanna og útgerðarmanna  vegna meintra brota á fiskveiðilöggjöfinni.

Sjómenn og útgerðarmenn leggi samtímis fyrir alþingi tillögur um nýja löggjöf á fiskveiðistjórninni,sem m.a.tryggi  óframseljanlegar fiskveiðiheimildir sjávarbyggða og framsal og leiga á kvóta sé bönnuð.Augljóst er að hluti af að núverndi kerfi, er varðar rekstur stærstu útgerðarfyrirtækjanna verður ekki breytt á skömmum tíma,en ríkisstjórnin á strax að tryggja smærri sjávarbyggðum varanlegar fiskheimildir,sem þeir geta byggt framtíð sína á.

Nú hættum við að blaðra um þessi mál og látum verkin tala.Fyrrv.ríkisstjórn hefur aðeins sinnt hagsmunum kvótaeigenda.Þessi mál varða hagsmuni allrar þjóðarinnar og því erum við öll þátttakendur að eyða þessari meinsemd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Einar K. sjávarútvegsráðherra gagnrýndi löngum núverandi kvótakerfi. Gaman verður að sjá hvernig hann tekur á málum eftir að fá samfylkingu með sér í stjórn og kannski yfirleitt hvort hann tekur eitthvað á þeim málum.

Sjálfur tel ég að kvótakerfið verði að vera við líði en greinilegt er að á því eru stórir gallar sem bera að laga.

Fiskurinn í sjónum er þjóðareign og þess vegna verðum við að gæta þess að arður af honum sé sem mestur fyrir þjóðina. Hann má ekki eingöngu þjóna hagsmunum lítilla þorpa í kringum ströndina því að ef það væri stefnan þá myndi enda með því að hann myndi ekki koma neinum að gagni. Það er ljótt að segja þetta en svona bara er þetta. Þetta er eins í landbúnaðinum. Ekki gengur að halda öllum jörðum í hefðbundnum búskap.

Hvaða leið er svo best til að bæta kvótakerfið treysti ég mér ekki til að fullyrða um en ljóst er að það verður alltaf að vera til endurskoðunar svona svipað og Þingvallastjórnin ætlar að taka á ESB málunum. Taka verður á þessu mikla brottkasti og líst mér ekki illa á þína hugmynd til að taka á því. Eitt er þó sem gæti komið í veg fyrir að hún virkaði og það er að sjómennirnir yrðu hræddir um að missa vinnuna ef þeir myndu tjá sig um þessi mál með þessum hætti.

Nú er bara að halda Einari K. á tánum næsta kjörtímabil og sleppa honum aldrei með það að horfa á hvernig hægt sé að bæta sjávarútveginn okkur öllum til góðs.

Ágúst Dalkvist, 28.5.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þingmenn og ráðherrar fyrrv.ríkisstjórnar hafa fyrst og síðast þjónað kvótaeigendum  með leigu og sölu kvótans.Það sem átti náttúrlega að gera strax 1991 þegar lögunum var breytt að setja á byggðakvóta,sem óheimilt væri að leiga eða selja frá sjávarbyggðunum.Kvótinn var rótin að öllu braskinu,þá var farið að veðsetja hann og selja í stórum stíl.Gýfurlegt fjármagn var tekið frá sjávarútveginum og fjárfest í alls óskildum atvinnugreinum og tugir miljarða voru faldar í ónafngreindum skúffufyrirtækjum í hinni svonefndu skattaparadís.Á sama tíma horfðu dreifbýlisþingm. ríkisstjórnarinnar þ.m.á Vestfjörðum sjávarbyggðunum blæða út með verðlausum eignum.Ég tel eftir vandlega skoðun,að við eigum að fara út í sóknarmarkið eins og Færeyingar.Þar er komið með allan fisk að landi og kerfið er ekki innbyggt fyrir þá háskalege spillingu,sem við búum við.Ágúst um þetta þurfum við ekki að deila,spillingin er alls staðar sýnileg og afleiðingarnar augljósar.Allir heiðarlegir menn verða að leggjast á eitt og endurskoða orsakir og afleiðingar þessarar svikamillu.Við eigum ekki að horfa á jafn alvarleg afbrot aðgerðarlausir.

Kristján Pétursson, 28.5.2007 kl. 20:42

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Flott hjá þér Kristján ég er sammála að það þarf að gefa þessum aðiljum sem neyðst hafa til að stunda braskið og svindlið sakaruppgjöf fyrirfram, verði það til þess að hægt væri að skera þetta kerfi "Hagræðingu andskotans" eins og Reynir Traustason kallar þetta.  Einar Kristinn gerir ekkert og hefur ekki gert, hann er algjör liðleskja, svo það þarf að knýja á Forsætis-og Dómsmálaráðherra til að taka í taumana og sakfella þá aðila sem hafa tekið miljarða og miljarða ofan út úr kerfinu með óheiðarlegum hætti en litlu mennirnir verða að geta sagt frá hinum stóru.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 1.6.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband