Ætlarðu virkilega að éta hana ömmu mína?

Ætla nú að hvíla mig á pólutíkinni og fara að segja skemmtilegar sögur úr fortíðinni.

Ungur maður kom á tollpóststofuna og afhenti tollgæslumanninum tilkynningu um póstsendingu,sem hann væri að sækja.Tollvörðurinn sótti pakkann og opnaði hann í viðurvist móttakanda.

Í pakkanum reyndist vera glerkrukka,sem innihélt gráleitt duft.Tollvörðurinn opnaði krukkuna og handlék því næst efnið milli fingrana og bar að munni sér.Ungi maðurinn horfði agndofa á tollvörðinn og fórnaði höndum."Hvað ertu að gera maður?Veistu ekki,að þetta er hún amma mín.Ætlarðu virkilega að éta hana?"stamaði hann. "Guð minn góður sagði tollvörðurinn og spýtti hraustlega á gólfið,setti lokið á krukkuna og afhent hana piltinum með þeim orðum,að hann skyldi varðveita vel það,sem eftir væri af ömmu hans.

Það skal teki fram að viðkomandi tollvörður er samviskusamur og var nýbúinn að vera á námskeiði um fíkniefnamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Hálf velgjulegt - hefði ekki viljað vera nærstödd - en hvað með þaðþað hlýtur að vera mikil sótthreinsum sem fylgir ömmudufti!

Edda Agnarsdóttir, 7.6.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband