Guð blessi Jóhannes sagði gamall maður þegar hann greiddi fyrir vöruna við peningakassann.
29.6.2007 | 20:44
Ég var sem oft áður að versla í Bónus í Hafnarfirði og var í biðröð við peningakassann þegar háaldraður maður var að greiða fyrir vöruna.Hann brosti framan í afgreiðslumanninn þegar hann setti veskið í vasann og sagði hátt og skýrt:"Guð blessi Jóhannes í Bónus,án hans værum við illa stödd."
Ýmsar hugsanir fóru á flug við að heyra þessi orð gamla mannsins.Vissulega hefur Jóhannes og Jón Ásgeir mótað lágt matvöruverð hér á landi allt frá því þeir hófu verslunarrekstur.Margir tala um Jóhannes sem mann litla mannsins,sem hafi gert meira fyrir neytendur en nokkur annar og jafnvel meira en stéttarfélögin fyrir sína umbjóðendur.
Athyglisvert er einnig að Bónusverslanirnar um allt land bjóða upp á sama vöruverð.Ættu ekki stjórnvöld að taka þá feðga sér til fyrirmyndar og hafa sömu upphitunar - og rafmagnsgjöld um allt land.Ég hef alltaf dáð þá fyrir framsýni,dugnað og hlýhug til þeirra sem minna meiga sín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Athugasemdir
Hugmynd feðganna Jóhannesar og Jóns Ásgeirs að gera heildsölum tilboð i vörur gegn staðgreyðslu á krepputímum í verslun hérna á árunum eftir 1990 og selja til viðskiptavina einnig í staðgreyðslu varð upphafið af Bónusveldinu...
Feðgarnir fundu viðskiptahugmynd sem hefur fært þeim auð. En hugsar hinn almenni borgari um að hann hefur stuðlað að viðskiptaveldi feðganna með því að gera innkaup sín í Bónusverslununum?
Bónusbúðirnar eru viðskiptahugmynd en enginn góðgerðarstofnun...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.6.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.