Í mjög athyglisverðum Kompás þætti Stöðvar 2 fyrir nokkru síðan , kom m.a.fram ,að gífurlegu magni af fiski væri kastað í sjóinn og aðeins verðmesta fiskinum landað.Þá kom einnig fram ,að landað færi fram hjá vikt í stórum stíl,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís ,magntölum á fisktegundum sé breytt í miklum mæli við löndun með því að setja verðminni fisktegundir efst í fiskkerin o.fl.Þessar upplýsingar hafa verið kunnar á annan áratug. Allir sem að þessum málum koma virðast meðvitaðir eða beinir þátttakendur í svindlinu ,enda hagnast flestir vel á því. Eins og kunnugt er,er sökudólgurinn og orsakavaldurinn í allri þessari rúllettu, lögin um fiskveiðistjórnun frá 1991,þegar heimilað var framsal og leiga á kvóta.Þá opnuðust allar gáttir og hver reyndi með sínum hætti að hagnast sem mest á þessu arfavitlausa kerfi.
Þróunin hefur orðið sú, að leiguverð á kvóta er það hátt,að engin rekstargrundvöllur er fyrir leigutaka, að hún beri sig ,nema þverbrjóta lögin eins og lýst er hér að framan.Þá er kaupverð á kvóta svo hátt,að þar er heldur enginn rekstrargrundvöllur og nýliðun í útgerð óhugsandi.Það sem vekur mesta athygli nú, er algjört sinnulaysi og þögn stjórnvalda.Það er eins og allir séu múlbundnir eða úrræðalausir um að stíga fram og gera skyldu sína á þessum vettvangi.Er herkví LÍÚ og fiskistofu studd af ríkisstjórninni svo sterk,að allir sjó- og útgerðarmenn séu þar innikróaðir og úrræðalausir.Nú á að skera niður þorskkvótann um 30% og ganga að smáútgerðinni dauðri.Ætla viðkomandi sjómenn að láta orð andmæla nægja enn og aftur í stað þess að láta verkin tala.
Sjómenn og útgerðarmenn hljóta að gera sér grein fyrir því,að þessu fiskstjórnunarkerfi verður aldrei breytt nema þeir hafi forgöngu um það sjálfir.Er kannski til í dæminu,að það sé flestum í hag að búa til svona svindkerfi,sem allir geti eitthvað hagnast á?Hvar er eftirlit Fiskistofu og lögreglunnar,hafa þeir fyrirmæli um að horfa fram hjá afbrotum af þessum toga,sem ætla má að varði fleiri tugi miljarða árlega.
Hvernig væri nú, að hundruð sjómanna og útgerðamanna um land allt myndu kæra sjálfan sig til viðkomandi yfirvalda fyrir að brjóta þessa ranglátu löggjöf og myndu þannig reyna að knýja fram nýja fiskveiðilöggjöf.Þá kæmi í ljós umfang hinna ýmsu brota,sem tengast þessu kerfi.Fyrir uppljóstrun viðkomandi brota á fiskveiðilöggjöfinni yrði ekki sakfellt.Ef allt um þrýtur kæmi til greina að allir færu á sjó samtímis um óákveðinn tíma.Slík aðgerð væri einsstök í Íslandssögunni og myndi vekja heimsathygli.Þetta þarf að skipuleggja afar vel og gerast samtímist um land allt.Nauðsyn brýtur lög,er gamalt og gott máltæki,sem svo sannarlega á við í þessum málum.Hér er um að ræða umfangsmesta spillingar - og sakamál Íslandssögunnar,sem daglega siglir á sléttum sjó fyrir framan nefið á ríkisstjórn,alþingi og viðkomandi yfirvöldum.Eru það ekki gjörspillt stjórnvöld,sem láta þetta viðgangast?
Fannst tímabært að birta þessa grein aftur v/niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2007 kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Það er ótrúlegt að verða vitni aðþví að þjóðin láti bjóða sér þetta kerfi. Í miðjum rústum kerfisins sér ráðherra sjávarútvegsmála að koma með enn eina dellu greinina þar sem að hann reynir að berja í brestina og sjá eitthvað jakvætt í kvótakerfiu sem hvetur til sóunar hefur margfaldað skuldir á sama tíma og tekjur hafa dregist saman.
Sigurjón Þórðarson, 1.7.2007 kl. 07:19
Er einhverjum öðrum um að kenna en gerspilltum stjórnmálamönnum sem gáfu útgerðarmönnum og... Sjálfum sér fiskveiðiheimildir (kvódann), með lagasetningu sem þjóðin á með réttu en enginn annar... Fólk hérna á landi er svo þrælslegt að það kýs yfir sig kúgara og eiginhagsmunaseggi á fjögurra ára fresti.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.7.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.