Hörmuleg atburðarás feðgana Bjarna og Guðjóns verði til lyktar leidd með úrskurði KSÍ.

Það sem gerðist í knattspyrnuleik  Keflavíkur og Akranes verður að leiða til lykta með úrskurði KSÍ.Þessi atburður er fyrst og síðast brot á heiðursmannareglum leikmanna að bolti sé ávallt tekinn úr leik ef ætla má að leikmaður hafi  orðið fyrir meiðslum.Í þessu tilviki eins og kunnugt er sparkaði leikmaður Keflavíkinga botanum út af vellinum,svo hægt væri kanna ástand leikmanns Akurnesinga.Atburðarásin varð síðan sú að Bjarni Guðjónsson tók boltann og skaut viðstöðulaust á mark Keflvíkinga og skoraði mark í stað þess að afhenta Keflavíkingum boltann á hefðbundin hátt.

Þetta er óheiðarlegasta atvik sem ég hef augum litið í hópíþróttum hér á landi.Þjálfari liðs Akraness Guðjón Þórðarson faðir Bjarna gerði enga tilraun til að leiðrétta þennan hörmulega atburð.Hann átti náttúrlega að gefa liðsmönnum sínum fyrirmæli um að leyfa Keflvíkingum samstundis að skora mark.Þannig hefði hann getað komið í veg fyrir öll þau vandræði sem af þessu hlaust.Aðkoma Guðjóns að þessu máli og yfirlýsingar í leikslok gera hlut hans  í íslenskri knattspyrnu ógleymanlegan og á eftir að koma ágætum leikmönnum Akurnesinga illa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband