Verðtryggð íbúðarlán eða myntkörfulán.Eru stimilgjöld og lántökukosnaður tvígreiddur v/skuldbreytinga?

Í fréttabréfi Fjármála heimilanna eru leiðbeiningar  um íbúðarlán.Þar kemur m.a.fram:"Þegar verðbólga er lítil eða fer mínnkandi en verð ísl.krónunnar of  hátt , er hagstæðara að taka verðtyggt lán en erlent.Þegar krónan hefur svo fallið,sem talið er óhjákvæmilegt þó enginn viti hvenær það gerist,gæti verið rétt að skuldbreyta í erlenda myntkörfu.Gallinn við skuldbreytingar er hins vegar stimpilgjöld ríkisins og uppgreiðslu -lántökukosnaður bankanna,sem getur reyndar vegið mun þyngra en skattur ríkisins."

Hvernig má það vera að ríkið geti tekið tvisar sinnum stimilgjöld af sama íbúðarláni og bankar einnig í formi uppgreiðslu eða lántökukosnaðar v/skuldbreytinga?Bankar taka líka vexti af myntkörfulánum til viðbótar lántökukosnaði. Er þetta allt gert með samþykki stjórnvalda og Fjármálaeftirlitsins? Áhugavert væri að fá skýr svör frá ábyrgu stjórnvaldi um þennan viðskiptamáta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband