Erlendir mótmælendur,sem virða ekki fyrirmæli lögreglu,verði tafarlaust sendir úr landi
24.7.2007 | 21:08
Mótmælendur sem nefna sig Saving Iceland hafa ítrekað valdið töfum og truflað starfsemi álfyrirtækja o.fl.hér á landi.Framkoma þessa fólks er ósæmileg,ógnandi og hættuleg og virðist fyrst og síðast vera að vekja athygli á sjálfum sér.Athafnir þeirra eru illa skipulagðar og marklaus áróður,sem á ekkert skylt við málefnaleg mótmæli.Þeir Vinstri Grænir sem leggja blessun sína á þessa tegund mótmæla ættu að skammast sín og eru sannarlega að valda sínum græna málastað tjóni.
Þeir mótmælendur, sem ekki fara að fyrirmælum lögreglunnar og valda sýnilegu tjóni og meintum lögbrotum vegna framkomu sinnar á að vísa tafarlaust úr landi og banna endurkomu þeirra til landsins.Við eigum að sýna umheiminum,að við tökum fast á svona tegund mótmæla,annars gætum við átt von á hvers konar mótmælum ofbeldis og skrílsláta.Við erum fámenn þjóð,sem verður að vera vel á verði gegn hvers konar ofbeldis mótmælaaðgerðuim.Þekkt er erlendis að slíkum hópum fylgir mikil fíkniefnaneysla og því verða löggæslumenn að hafa strangt eftirlit með þessu fólki við landgöngu og samneyti þess við ísl.fíkniefnaneytendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.