Húsnæðiskosnaður aðal orsakavaldur verðbólgunnar-verði felldur út út neysluvísitölu.

Þegar við skoðum tölur Hagstofunnar varðandi útreikninga neysluvísitölu kemur glögglega í ljós,að húsnæðiskosnaður er aðal orsakavaldur verðbólgunnar um þessar mundir.Verðtryggingin sem leggst á höfuðstól íbúðalána á því rót sína að rekja til þenslu á íbúðarmarkaðnum.Verðtrygging lána er versti óvinur ungs fólks,sem er að eignast sína fyrstu íbúð.Hún hefur  t.d.s.l.tvö ár sé miðað við 12 - 14 milj.kr íbúðarlán hækkað höfuðstólin yfir 2.mil.kr.árlega.Það er engin trygging fyrir því að íbúðarverð hækki til samræmis við skuldaaukninguna.

Ég held,að miðað við þann óstöðugleika sem við verðum að búa við í verðlags - og húsnæðismálum væri rétt að taka húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölunni.Verðbólgan myndi lækka um helming,sem væri stærsta kjarabót þeirra,sem eru að eignast íbúð.Íslendingar búa einir Evrópuríkja við verðtryggingu lána og miklu hærri vexti.Við búum flest í eigin íbúðum,en víðast hvar í Evrópu eiga flestir um 30 - 50% íbúðir.Við búum því við allt önnur kjör í húsnæðismálum en nágrannar okkar í Evrópu.Það er löngu tímabært,að endurskoða ýmsa viðmiðunar útreikninga neysluvísitölunnar svo hún í reynd endurspegli verðbólguna á raunhæfan hátt á hverjum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband