Eru varnarmál Íslands sýndarmennska óskilgreindra aðgerða.

Nú er rætt um fjórar eftirlitsferðir herþota frá USA til Íslands á ári.Þá eru óskilgreindar ferðir flugvéla og herskipa frá öðrum NATO ríkjum.Hér virðist vera eins og áður var heimsóknir frá þessum ríkjum,en ekki um neinar skipulagðar eftirlitsferðir á hafsvæðinu umhverfis Ísland.

Beiðnir um lágflug herþota yfir ákveðnum hálendissvæðum Íslands á náttúrlega aldrei að leyfa.Slíkar beiðnir eru tilkomnar vegna andstöðu viðkomandi NATO ríkja við slíkum flugum í sínum heimaríkjum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ætti að fá breska og norska herfræðinga til að skilgreina varnar - og eftitlitskerfi þjóðarinnar,en vera ekki að leita til fleiri þjóða eins og gert hefur verið,það flækir og veikir þessi mál.Varnarskilda NATO þjóða einn fyrir alla er í gildi,það er hins vegar okkar mál að fara með daglegt eftirlit í gegnum radsjárkerfið.Huldusamningur forsætisráðherra í varnarnálum við Bandaríkjastjórn þarf að skilgreina.

Efling löggæslu,landhelgisgæslu og Almannavarna er framlag okkar í öryggis- og varnarmálum.Það þarf að samhæfa sem eina heild og skýra allar aðgerðaráætlanir vel fyrir þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband