Besta veðrið í Evrópu á Íslandi í júní og júlí - Samt leitar fólk í hitasvækjuna við Miðjarðarhaf.

Náttúra Íslands heillar alla,sem vilja njóta hinnar margbreytilegu  fegurðar,sem einkennir hvern landshluta.Það er alltaf hægt að velja sér nýja staði,þar sem  náttúran er óendanlegur æfintýraheimur nýrra leiksviða.Gott veður er hvergi betra en á Íslandi,við njótum allra góðviðrisdaga tilbreytingin frá löngum og oft hörðum vetrum er mikil.

Menn segja að það sé aldrei á vísan að róa með veðurfar hérlendis.Það er rétt,en í mínum huga eru þó öll sumarveður hér  betri kostur,en dvelja  í óbærilegri hitasvækju við Miðjarðarhaf eða á Flórída í 30 - 40 stiga hita.Hins vegar er góður kostur að fara til heitari landa yfir vetrartímann.

Það eru ýmsar leiðir til að ferðast ódýrt um landið okkar,en þá verðum við að skipaleggja þær miðað við aðstæður og kröfur hvers og eins.

Það er líka góð útivera að fara í golf og leggja undur sig nokkur fjöll á hverju ári.Þá er fátt skemmtilegra en fara að veiða í vötnum á kyrrlátum og fallegum stöðum í faðmi náttúrunnar.Njótum landsins,við erum svo rík að eiga þetta land.Látum ekki erlenda auðhringi og innlenda græðgisvetningu eyðileggja  landið okkar og framtíðar auðlegð  í virkjunarmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband