Væri rétt að breyta 47.gr.umferðarlaga varðandi sýnistöku vegna gruns um neyslu áfengis - og fíkniefna.
26.8.2007 | 20:26
Miklar umræður hafa farið fram vegna þvagsýnistöku,sem framkvæmd var af lækni og hjúkrunarfræðingi samk.fyrirmælum lögreglu fyrir meinta neyslu á áfengi og fíkniefnum.Dögg Pálsdóttir.lögm.skýrði vel innihald 47. gr.umferðarlaga,sem tekur til þessa máls.Mörgum finnst aðgerðin,sem viðhöfð var við sýnistökuna vera hörð og ómannúðleg.Valdsaðgerð sem þessi er lögreglunni og öðrum sem þar koma að afar erfið í framkvæmd og vissulega er full þörf á að reyna aðrar leiðir,sem gætu jafnframt fullnægt sönnunarskyldu lögreglunnar í viðkomandi málum.
Ýmsir hafa bent á,að hafni grunaður sýnistöku,þá fái hann hæstu lögleyfða refsingu fyrir brotið.Svo einföld framkvæmd hefði sjálfsagt verið sett inn í lögin,sem voru endurskoðuð og breytt fyrir ári síðan.Vandamálið er m.a.að framburður grundaðra er oftar en ekki ómarktækur sökum ástands þeirra þegar þeir eru handteknir vegna áfengis - og fíkniefnaneyslu við akstur ökutækja.Lögreglan gæti því ekki tekið samþykki eða höfnun hins grunaða til greina vegna ástands hans og yrði sjálfsagt kærð fyrir að hafa tekið framburð hans gildan.Þá þarf lögreglan að sjá til þess,að sýnistaka fari fram eins fljótt og auðið er.
Menn sjálfsagt vita,að lögreglan yfirheyrir ekki drukkna menn eða undir áhrifum fíkniefna,þar sem framburður þeirra er ekki marktækur fyrir dómi.Sjálfsagt er að skoða leiðir í þessum málum,sem gætu hugnast betur bæði grunuðum og lögreglunni í starfi.
Mér finnst afar ósanngjarnt ,að það sé verið að ráðast á lögregluna fyrir það eitt að gegna embættisskyldu sinni.Við eigum að sína löggæslunni virðingu og hjálpsemi í starfi,þá skilar hún bestu störfum fyrir þjóðfélagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.