Stjórnlaus sjóðfull ungmenni og fíkniefnaneytendur hafa miðborgina á sínu valdi um helgar.
3.9.2007 | 21:13
Ég get ekki séð að lögreglan hafi neinn hemil á þeim sjóðfullu ungmennum og fíkniefnaneytendum sem hafa lagt undir sig miðborg Reykjavíkur um helgar.Sóðasakpur út um allt,bréfarusl,matarleyfar,glerbrot,ælur,vindlingahrúgur á gangstéttum og götum fyrir framan skemmtistaðina,auk þess sem menn míga á götum úti og upp við hús og krota á veggi.Allt þetta geta menn fengið staðfest á ferð sinni um borgina síðla nætur.Hvers konar árásir fylgja Þessu næturlífi og hefur slysadeil Borgarspítalans vart undan að gera að sárum manna.
Er ekki nóg komið af þessu stjórnleysi og aumingjahætti stjórnvalda.Það á að framfylgja reglum á veitingastöðum,sem hafa leyfi til áfengissölu að afgreiða ekki áfengi til áberandi drukkinna manna.Þá á lögreglan að kæra menn á almannafæri,sem eru sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu hættulegir umhverfi sínu.Þetta er allt hægt að gera með lögformlegum hætti ef vilji er fyrir hendi. Það á að beita verulegum sektum fyrir afbrot af þessum toga.Mér sýnist að hægt hafi verulega á umferðinni eftir að sektir fyrir hraðakstur voru hækkaðar,er ekki líklegt að sóðaskapnum og barsmíðunum í borginni myndi fækka ef sektum væri almennt beitt fyrir brot af þessum tagi.Ég skora á lögregluna og borgaryfirvöld að taka fast á þessu stjórnlausa ástandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.