Yfirlýsing utanríkisráðherra að Íslendingar gegni ekki lengur hernðarhlutverki í Írak var hárrétt ákvörðun og henni til sóma.Það þurfti að skera okkur niður úr þeirri snöru,sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson settu Ísland í með ólögmætum hætti á sínum að tíma að eiga aðild að Írakstríðinu.
Ísland gæti hins vegar orðið þátttakandi að stríðsátökum sem NATO ríki með þeim hætti að leyfa umferð innan ísl.landhelgi og notkun hernaðarmannvirkja á Keflavíkurflugv.og aðgang að höfnum landsins.Slíkir öryggis - og varnarsamningar hafa þegar verið gerðir við nokkur NATO ríki.Ég hef reyndar ekki séð þessa samninga,en þeir ættu að gangast okkur við núverandi aðstæður.Við þurfum hins vegar að endurskoða okkar eigið varnar - og öryggisskipulag hér innanlands..Einleikur dómsmálaráðhr í ríkisstjórnni á þeim vettvangi er ekki til heilla fyrir land og þjóð.Um þau mál mun ég fjalla síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.