Yfir 1600.mil.kr.árslaun aðalbankastjóra KB banka.

Samtals greiðir KB banki aðalbankastjórum sínum yfir 1600 mil.kr.í árslaun.Laun hvers um sig eru  rúmar 8OO mil.kr.sem eru meira en tvöfalt hærri en hæstu bankastjóralaun á hinum Norðurlöndunum.Nú er eðilega spurt hver ákvarðar þessi laun þeim til handa.Ekki er um sjáltöku að ræða,bankastjórnin hlýtur að bera ábyrgð á þessum launum.

Á hvaða grundvelli er þessar launaákvaranir teknar og hvaða viðmiðanir er stuðst við? Bankastjórnin beinlínis verður að upplýsa hluthafa bankans um þessi ofurlaun bankastjóranna og reyndar á þjóðin siðferðislegan rétt á að vita hvernig hægt er að greiða mönnum yfir 200 sinnum hærri laun en almenn verkamannalaun.

Svona launatölur eru ekki gott innlegg í komandi samningum launþegafélaganna við vinnuveitendur sína.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband