Gamall maður fær aðstoð frá ungri stúlku á Vífilstaðavegi.

Þegar ég ók upp Vífilstaðaveginn í morgun,veitt ég athygli öldruðum  manni með staf í hendi á gangstéttinni.Hann gekk fram og til baka og virtist eitthvað miður sín.Ég ók spölkorn fram hjá honum,þar sem ég gat lagt bílnum og ætlaði að huga að honum og bjóða aðstoð ef þess væri þörf.Í sama mund ber að unga stúlku ca.7-8 ára gamla, sem hleypur til gamla mannsins.Þegar ég kom til þeirra segir stúlkan,að gamli maðurinn viti ekki hvar hann eigi heima.Ég redda þessu sagði sú litla,tók upp gemsann  og hringdi .Hún amma hlýtur að vita hvar hann á heima,hún þekkir alla gamla karla.Vissi ég ekki,sagði hún brosandi,tók í hönd gamla mannsins og sagði ég fylgi þér heim.Öldungurinn brosti og sagðist stundum tína sjálfum sér,en það kemur alltaf einhver mér til hjálpar.

Þessi stutta en yndislega stund,sem ég upplifði þarna var svo hugljúf og falleg,að ég vildi láta ykkur njóta hennar með mér. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir það, fljót að redda þessu sú stutta. ( Hún þekkir alla gammla karla) Góð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.9.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kærar þakkir fyrir frásögnina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.9.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: halkatla

jei takk fyrir það

halkatla, 7.9.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi saga er meira en einnar messu virði og ég þakka fyrir mig.

Árni Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Bogi Jónsson

Takk fyrir söguna það er yndislegt að fá að heyra svona sögur um mannkærleika í sinni hreinustu mynd

kv Bogi

Bogi Jónsson, 7.9.2007 kl. 22:30

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Horfði síðast í dag á aldraða konu hrasa á Laugarveginum um illa lagnar eða signar hellur. Hún skall á götuna og eitt augnablik hélt ég að hún hefði brotnað. Túristar jafnt sem aðrir vegfarendur þustu að henni og hlyntu að. Ég bauðst til að keyra henni heim en nei hún var í lagi sagði hún. Með rautt skrámað nefið og stórt sár á hnéinu stóð hún stolt upp og labbaði af stað. Ég hef tvisvar sjálfur næstum hrasað um sömu hellur.

Þegar við missum þessa samkennd og samhug og breytumst í New Yorkbúa  sem horfa í hina áttina við svona lagað er íslenskt samfélag horfið. Við orðin partur af umheiminum.

En það að vita að það séu enn til svona börn gefur manni von um framtíðina. 

Ævar Rafn Kjartansson, 8.9.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband