Hafði stundum dreymt hann,en nú stóð hann fyrir framan mig.

Var staddur fyrir nokkru í Kringlunni og var að fá mér kaffisopa.Tveimur borðum frá mér sat maður og kona.Maðurinn horfði mikið til mín og þetta áhorf var að verða fremur óþægilegt.Þegar ég stóð upp og gekk fram hjá borðinu þeirra,stóð hann einnig upp og tók í hendina á mér og kynnti sig og spurði hvort ég væri Kristján Pétursson.Sá er maðurinn sagði ég.Þú átt stóran þátt í lífi mínu,sagði hann og bað mig að setjast hjá þeim.Þú gætir sjálfsagt aldrei giskað á hver ég er,svo ég ætla að segja þér sögu mína í stuttu máli.

Þegar ég var rúmlega fimm ára gamall Kristján, þá komst þú fyrst inn í líf mitt.Þá varstu í Barnaverndarnefnd í Keflavík.Foreldarar mínir voru miklir áfengissjúklingar og pabbi barði mömmu.Þau voru talin óhæf að annast mig.Ég man vel eftir því þegar þú komst,þá þorði ég ekki að vera inni í húsinu og var úti á götu um miðja nótt.Þú baðst mig að koma út í bíl,þú myndir fara með mig til góðrar konu,sem myndi hjálpa þér.Þú settir kuldaúlpu yfir mig ,mér var voðalega kald.Nú veit ég vel hver þú ert, sagði ég,þú hefur svo oft komið upp í huga mér og í draumum líka í gegnum tíðina.Litli fallegi ljóshærði hrokkinhærði strákurinn var okkur öllum afar kær í Barnaverndarnefnd.

Þegar sýnt var að þú færir ekki aftur til foreldra þinna ,var þér komið tímabundið til yndislegra hjóna,sem áttu tvö drengi.Þau ættleiddu þig,þangað kom ég nokkrum sinnum að hitta þig næstu tvö árin,það hefur alla tíð verið mér ógleymanlegt,fósturforeldrar þínir og þú voru svo yndislega góð við mig.  Nú  framhaldið hefur allt verið á einn veg ,sagði hann.Ég fékk góða menntun í Þýskalandi og hef dvalið lengst af þar og giftist þessari yndislegu konu þar,sem hann kynnti mig fyrir.Ég sagði honum að konan,sem var form.Barnaverndarnefndar á þessum tíma og kom honum til fósturforeldra sinna væri látinn fyrir mögum árum.Ég veit það ,sagði hann,ég hef krossað nokkrum sinnum yfir leiðið hennar.Það verður gaman að vita þegar mig dreymir þig næst hvernig þú lýtur þá út sagði ég.Sagan verður ekki rakin lengra,við áttum þarna áhugaverðar samræður um lífið og tilveruna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

En gleðilegt að þið þið náðuð að rekast hvor á annan, ekkert sjálfsagt að fá að upplifa endirinn á sögunni. Sérlega þegar endirinn er svona góður. Sýnir að það er ekki alltaf versti kosturinn að leysa börn frá kynforeldrum sínum.

Halldóra Halldórsdóttir, 9.9.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta hljóta að vera bestu launin. Það er gott að vera góður maður.

Halla Rut , 19.9.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband