Hvar er Guð -hvernig lýtur hann út -hvaðan kemur hann,spurði mig ungur drengur um daginn.
25.9.2007 | 17:38
Ég get ekki svarað þér,spurðu foreldra þína.Þau segja að Guð sé allt það góða inni í mér,en sé ekki sýnilegur.Þá hlýtur það að vera rétt ,sagði ég.Ég hef stundum hitt þennan litla dreng á golfvellinum og verið að segja honum til í golfinu.
Eitt sinn er honum gekk illa að hitta kúluna rétt,sagði hann,hvar er þessi Guð Kristján getur hann ekki hjálpað mér? Hann er að hjálpa þér,þú spilar betra golf í dag en í gær,sagði ég.Hann horfði á mig og hristi hausinn.Veistu þú nokkuð hvert ég fer þegar ég dey,spurði hann.Kannski er golfvellirnir miklu flottari þar en hér,bætti hann við.Af hverju ertu alltaf að spyrja um Guð,spurði ég.Hann afi er nýdáinn,hann var sko góður golfari og sagðist myndi taka á móti mér hinum megin.Ég leiddi hjá mér frekari umræður um Guð og dauðann og kvaddi þennan litla fallega dreng og sagði honum,að hann yrði sennilega miklu betri golfari en afi hans.
Það hlýtur að vera hverjum kennimanni mikill vandi á höndum að túlka grundvallaratriði kristinnar trúar,að umbúðirnar verði,hversu góðar sem þær eru,skyggi ekki á sannindi trúarinnar á Guð og Jesúm Krist eða leiði til rangra ályktana þeirra sem á trúa.Það er sjálfsagt mjög ertfitt hlutverk fyrir presta að skapa lifandi snertingu við andlegan veruleikann.Móðir mín,sagði mér ávallt, að Guð væri kærleikurinn í sjálfum þér.Við þá fallegu og auðskyldu trú hef ég búið.Reyndi samt þegar ég var lítill að hlaupa undir enda regnbogans og spyrja hann.
Á meðan við miðum líf okkar hér á jörðu að meira eða minna leiti við undirbúning "einhvers skonar" annað líf,er og verður trúin a.m.k.á Jesúm Krist eilíf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fín pæling. Íslenska trúin að "guð sé hið góða í manni sjálfum" er í raun mjög skylt því sem Benjamín Franklín sagði: "Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir", sem aftur er í raun dulbúið trúleysi og hvatning til sjálfshjálpar frekar en að treysta á ósýnilegan guð. Hið góða í manni sjálfum er væntanlega viljinn til að gera vel og því er guðshugmyndin færð yfir á þann vilja og er í raun bara líking, ekki trú. Kristin trú er það a.m.k. alls ekki því þar verður að vera trú á hina heilögu þrenningu, upprisuna og eilíft líf.
Í skoðanakönnun C Gallup feb-mars 2004 fyir Þjóðkirkjuna sem hét "Trúarlíf Íslendinga" og byggði á rúmum 1200 svarendum kom í ljós að aðeins um 8% trúðu á það að þeir færu upp til himna eftir dauðann. 49% sögðust kristnir en um 20% voru annarar trúar. 19.1% sögðust "ekki trúaðir".
Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 17:13
Viðbót: 11% sögðust ekki vissir (þ.e. hvort þeir væru trúaðir eða ekki)
Svanur Sigurbjörnsson, 27.9.2007 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.