Vandmeðfarin fjáröflunarleið stjónvarpsstöðvarinnar Ómega.

Sjálfsagt vilja allir sjá ungmenni fá styrk frá Guði til að geta séð ljósið í myrkri langrar ógæfu áfengis -og fíkniefnaneyslu.Við höfum undanfarið séð fjölda ungmenna lýsa á dramantískan hátt á Ómega lífi sínu í þessum undirheimum,þar sem hvers konar afbrotum var beitt til að afla fjármuna til fíkniefnakaupa.Þegar svo allt um þraut og vonleysið heltók þessa einstaklinga opnaðist þeim heimur trúarinna á Jesú Krist og Guð.Þar fengu þeir  styrk frá ýmsum mætum söfnuðum,sem leiddu þá fyrstu sporin inn í helgidóm trúarinnar.

Allt þetta ágæta fólk,sem hefur lýst fyrir okkur lífi sínu allt frá barnæsku til fullorðinsára ber að þakka einlægni sína.Trúna þarf samt að hemja innan ákveðinna marka,hún má aldrei verða umfangsmeiri en innihald efnissins,svo hið andlega svið trúarinnar njóti sín.Við meigum aldrei "umbera" trúna vegna einhverra gamalla arftekinnar lotningar,sem prýðir athafnir eins og stundum má sjá í kirkjum landsins.

Kenningin um ódauðleika sálarinnar og allir séu jafnir fyrir föður vorum á himnum,er mér sem öðrum efasemdarmönnum íhugunarefni,en ekki hlutlæg sönnun.Hún skyggir samt ekkert á kristna trú.

Ég hef heyrt suma viðmælendur Ómega tala um að það sé Guðs vilji að gefa stöðinni fármuni,væri ekki eðlilegra að sú ósk kæmi frá hverjum og einum,sem vilja styrkja stöðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband