Verðtrygging verði afnumin - barn síns tíma -Sjálfstæðisfl.ráðvilltur.

það ætti öllum að vera orðið ljóst,hvernig tilvist verðtryggingarinnar  dregur úr virkni stýrivaxta Seðalbankans.Þegar verðtryggingin er til staðar hafa bankar alls enga ástæðu til að styðja við Seðlabakann,því þeir bera alls enga verðbólguáhættu af verðtryggðum lánum,það gera náttúrlega lántakendur.Afleiðingin er öllum ljós t.d.hækkar stöðugt höfuðstóll íbúðarlána og nú er svo komið að þúsundir lántakenda eru komnir í mikil fjárhagsvandræði.Aðgangur almennings að lánum í erlendri mynt er líka verðtryggingunni um að kenna og  hefur líka orðið til að draga tennurnar úr stýrivaxtastefnu Seðlabankans.

Enn standa öll spjót á stýrivaxtastefnu Seðlabankans,sem virðist vera gagnslaus gagnvart verðbólgunni.Á meðan flýtur gjaldmiðill  þjóðarinnar krónan stjórnlaus á heimsmarkaði verðbréfabraskara.Sjálfstæðisfl.finnur sér engan lendingastað í þessum umróti fjármálanna,  frjáls - og auðhyggjustefna flokksins nær engri stefnumarkandi samstöðu  við Samfylkinguna,sem hefur ákveðna stefnu um að sækja um aðild að EB.Eftir slíkar umræður getur þjóðin  fyrst ákveðið ,hvort gerlegt sé að ganga í bandalagið.Seðlabankann burt og verðtrygginguna líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband