Heimiliskettir lokaðir úti meðan fólk er í vinnu - oft næturlangt
1.10.2007 | 22:45
Það er áberandi þar sem fólk býr í sambýlishúsum,að kettir séu oft lokaðir úti af heimilum meðan fólk er í vinnu og oft næturlangt.Þessir kettir eru svo mjálmandi og svangir utan íbúða og gera vart við sig við inngang íbúða.Margir finna eðlilega til með kisunum og gefa þeim að borða,en þá ertu endanlega búin að tryggja endurkomu þeirra til þín oft á dag.Þessir kettir kunna vel þá list að láta mann vorkenna sér,látbragð þeirra er hrein list,sem ég á engin orð yfir.
Ég hef í gegnum tíðina stundum rætt við kattaeigendur,sem umgangast dýrin með þessum hætti.Viðbrögðin eru á ýmsa vegu.Þér kemur ekkert við hvernig ég meðhöndla köttinn minn,segja margir,aðrir að kettir hafi gott af útiverunni annars verði þeir einmana og sumir bera við aðstöðuleysi heima hjá sér.
Er ekki löngu tímabært, að eftirlit sé haft með meðferð heimilisdýra almennt,þau þurfa sína umboðsmenn eins og við mannanna börn.Kettir og hundar eru ekki leikföng,þau hafa sínar tilfinningar og hugsanir,okkur ber að virða þau í einu og öllu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.