Lækkun skatta varanleg kauphækkun - 20% flatur skattur á tekjur yfir 120.þúsund.kr.
7.10.2007 | 22:20
Nú þegar líður að kaupsamningum hljóta samningsaðilar vera búnir að ákveða launakröfur sínar í megin atriðum.Menn hljóta af fenginni reynslu að reyna að tryggja að umsamin laun haldi verðgildi sínu út samningstímabilið.Síðustu samningar voru miðaðir við 2.5% verðbólgu,en hún hefur lengst af á þessu tímabili verið 2 - 3 sinnum hærri.Viðmiðun launasamninga verða í komandi samningum að grundvallast við ríkisvaldið og sveitafélög um tekjuskattsálagningar,útsvör og skattleysismörk.Til að framfylgja jafnræðisreglu í skattaálagningum væri best að hafa eitt skattstig svokallaðan flatan skatt.Þá sitja allir við sama borð og fjármagnstekjuskattur aflagður.
Reikna þarf nákvæmælega út hvað tekjuskattur og útsvar þurfa að vera há til að standa undir rekstri ríkissjóðs og sveitafélaga og jafnframt hvort hægt væri að ná þessu takmarki á kjörtímabilinu.Fyrirtæki hafa fengið miklar skattalækkanir á undanförnum árum,nú er komið að hinum almenna skattgreiðanda.
Fróðlegt væri að heyra frá ykkur ágætu bloggara um þessar hugmyndir og annara á þessum vettvangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.