Allir landsmenn hafi kauprétt að sameignum þjóðarinnar.

Öll þjóðin hafi rétt á að kaupa hlutabréf í sameignum þjóðarinnar.Hér er átt m.a.við allar orkuveitur í landinu,Landsvirkjun,vatnið ,fiskveiðiheimildir o.fl.

Það á ekki að skapa einokrun og fákeppni um sameignir þjóðarinnar, láta útvalda fjársýslumenn fá nýtingarétt með jafngildi eignarréttar eins og reynslan hefur orðið á fiskveiðiheimildum þjóðarinnar.Nú þegar eru orðin hörð átök um orkumálin,þar sem fésterk fyrirtæki,innlend og erlend eru þegar farnin að skipuleggja  og gera langtímasamninga um einkarétt  á öllu þekkingar- og vísindasviðum Orkuveitanna á erlendum mörkuðum.

Þetta er bara upphafið af yfirtöku þessa  auðhyggju afla á háhitasvæðum landsmanna.Sama mun gerast með ferskvanið,þar verða keypt upp stór landssvæði af erlendum auðhringum með íslenska leppa í fararbroddi.

Sameignir þjóðarinnar verður að skrá eins fljótt og auðið er í Stjórnarskrá lýðveldisins.Sjálfstæðisfl.kom í veg fyrir það á síðustu dögum ríkisstjórnar með Framsóknarfl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þessu, ekki hefur verið fjallað um þetta frá þessu sjónarhorni nóg. kv. sh.

Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband